Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Hjálmari sagt upp störfum: „Tekur lengri tíma en klukkustund að ganga frá eftir 30 ár“

Fram­kvæmd­ar­stjóra Blaða­manna­fé­lags Ís­lands, Hjálm­ari Jóns­syni, var sagt upp störf­um í dag. Hann seg­ir upp­sögn­ina hafa ver­ið fyr­ir­vara­lausa og að hon­um hafi ver­ið gert að yf­ir­gefa svæð­ið. Upp­sögn­in varð að hans sögn í kjöl­far ágrein­ings á milli sín og for­manns BÍ, Sig­ríð­ar Dagg­ar Auð­uns­dótt­ur. BÍ seg­ir að upp­sögn­ina megi rekja til trún­að­ar­brests á milli Hjálm­ars og stjórn­ar fé­lags­ins.

Hjálmari sagt upp störfum: „Tekur lengri tíma en klukkustund að ganga frá eftir 30 ár“
Hjálmar Jónsson Hefur verið framkvæmdastjóri BÍ frá árinu 2003. Hann hefur starfað fyrir félagið frá 1989. Var hann formaður þangað til 2021. Mynd: BÍ

„Ég er að ganga frá því sem ég get gengið frá. Það tekur lengri tíma en klukkustund að ganga frá eftir 30 ár. Þau standa bara hérna fyrir utan,“ segir Hjálmar Jónsson, sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands (BÍ) í dag.

Hjálmari var sagt upp fyrirvaralaust, segir hann, en hann hefur starfað með einum eða öðrum hætti fyrir félagið síðan 1989. Hann hefur verið framkvæmdastjóri þess síðan árið 2003.

Þegar Hjálmar tók símann frá Heimildinni var hann að ganga frá. Fyrir utan skrifstofuna hans stóðu formaður, varaformaður og lögfræðingur BÍ, að sögn Hjálmars.

„Ég er bara að reyna að drífa mig,“ sagði Hjálmar.

Í tilkynningu frá Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanns BÍ, segir að stjórn félagsins teldi að ekki hefði verið hægt að vinna áfram verkefni í starfsáætlun héldi Hjálmar áfram störfum. Þegar Heimildin leitaði frekari skýringa hjá Sigríði Dögg vísaði hún einfaldlega í tilkynninguna og vildi ekki tjá sig frekar um málið.

Hjálmar segist sjálfur ekki hafa fengið skýringu á uppsögninni en að ágreiningur hafi verið uppi á milli hans og Sigríðar „um það hvaða kröfur ber að gera til forsvarsmanns Blaðamannafélags Íslands varðandi það að vera fyrirmynd annarra í samfélaginu um opin og sanngjörn og lýðræðisleg samskipti.“

Sigríður DöggEr formaður Blaðamannafélags Íslands.

Trúnaðarbrestur milli stjórnar og Hjálmars

Í tilkynningu BÍ segir að áherslur í starfsemi félagsins hafi breyst á undanförnum misserum. Þetta hafi í för með sér breytingar, þ.á.m. ráðningu nýs framkvæmdastjóra.

Þar segir að upphaflega hafi staðið til að bjóða Hjálmari nýtt starf innan BÍ. Þannig hefði verið hægt að tryggja að þekking og reynsla fráfarandi framkvæmdastjóra nýttist félagsmönnum, stjórn og nýjum framkvæmdastjóra. 

Í því ferli segir þó að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli stjórnar og Hjálmars sem stjórnin telur að ekki verði leyst úr. Niðurstaðan varð því að Hjálmar hætti störfum til að „tryggja mætti viðunandi starfsskilyrði á skrifstofu félagsins.“ Í tilkynningunni segir enn fremur að stjórn hafi ekki talið sig getað unnið áfram þau verkefni sem fyrir lágu við óbreyttar aðstæður.

Langþráð sex mánaða frí framundan

Auglýst verður eftir nýjum framkvæmdastjóra á næstu dögum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir mun gegna starfinu þangað til að ráðið verður í stöðuna.

Hjálmar er ekki sáttur með það hvernig staðið var að uppsögninni.

„Ég hef komið að ýmsum uppsögnum í gegnum tíðina og aðstoðað fólk eftir að því er sagt upp störfum og þetta fólk skorar alveg hátt á þann kvarða að koma ekki vel fram svo ég segi ekki meira.“

Hjálmar fékk sex mánaða uppsagnarfrest frá 1. febrúar næstkomandi. 

„Mér sýnist ég vera að fara í langþráð sex mánaða frí á kostnað blaðamanna í landinu,“ segir Hjálmar.

Blaðamennirnir sem þessa frétt rita eru félagskonur í Blaðamannafélagi Íslands

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Getur verið að svona gjörræðisleg aðgerð stjórnarformanns um að segja upp framkvæmdarstjóra sé birting innri afla samfélagsins á stjórnun frétta?
    Er RUV virkilega birtingamynd þess? Virðist allavega stutt af þeim.
    Verður enn varhugaverðara að treysta fréttum?
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
9
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu