Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Sveitarstjórnarmenn og hættan á hagsmunaárekstrum í íslensku laxeldi

Fjög­ur dæmi eru um það að ís­lensk­ir sveit­ar­stjórn­ar­menn hafi ver­ið starf­andi hjá lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um á Vest­fjörð­um og Aust­ur­landi á sama tíma og þeir voru kjörn­ir full­trú­ar. Fjög­ur slík dæmi er hægt að finna frá síð­asta kjör­tíma­bili sveit­ar­stjórna en í dag er að­eins einn starfs­mað­ur lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is starf­andi í sveit­ar­stjórn. Þetta fólk seg­ir að ekki sé rétt­læt­an­legt að skerða at­vinnu­mögu­leika fólks í litl­um bæj­um þar sem ekki sé mik­ið um fjöl­breytta at­vinnu.

Sveitarstjórnarmenn og hættan á hagsmunaárekstrum í íslensku laxeldi
Fjórir á síðasta kjörtímabili Fjórir sveitarstjórnarmenn á Vest- og Austfjörðum, sem sjókvíaeldi við Ísland fer fram, voru starfandi hjá laxeldisfyrirtækjum samhliða því á síðasta kjörtímabili. Mynd: Samsett Stundin / Davíð Þór

Nokkur dæmi er um það á Íslandi á liðnum árum að íslenskir sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum og Austurlandi hafi samhliða verið starfsmenn laxeldisfyrirtækja í sveitarfélögunum. Um er að ræða laxeldisfyrirtæki, sem eru að langmestu leyti í eigu norskra fjárfesta, sem eiga verulega fjárhagslega hagsmuni undir ákvörðunum viðkomandi sveitarfélaga um iðnrekstur þeirra í sjókvíum í íslenskum fjörðum. Gildandi siðareglur sveitarstjórnanna eiga að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra, þar sem einkahagsmunir og almannahagsmunir geta skarast, og hafa þessir sveitarstjórnarmenn í einhverjum tilfellum gripið til ráðstafana þegar málefni laxeldisfyrirtækjanna hafa verið rædd og ákvarðanir teknar sem snerta þau.  

Í einhverjum tilfellum hafa þessir sveitarstjórnarmenn vikið af fundum þar sem málefni laxeldisfyrirtækjanna eru tekin fyrir en í öðrum tilfellum ekki. Þá eru dæmi um að sveitarstjórnarmennirnir hafi farið í leyfi frá störfum vegna starfa sinna fyrir laxeldisfyrirtækin en í öðrum tilfellum hafa þeir ekki gert þetta og þá samtímis starfað sem kjörnir fulltrúa sveitarstjórna og …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Sama fólkið er allt í öllu í þessum fámennu sveitarfélögum. Ótvíræð vísbending um nauðsyn stækkunar þeirra. Vestfirðir og Austfirðir væru varla nema miðlungs sveitarfélög að mannfjölda, þótt sameinuð væru.
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Kom mest á óvart að sjá sjókvíar rétt hjá Vigur, fallegustu eyju landsins.
    Græðgin ríður ekki við einteyming.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Þrír einstaklinganna á myndinni voru forsetar sinnar sveitarstjórnar. Einnkennilegar tilviljanir? Var líklegt að þeir gætu haft meiri áhrif í
    sinni sveitarstjórn en óbreyttir fulltrúar?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Gagnrýni SFS leiddi til lykilbreytinga á laxeldisfrumvarpinu
SkýringLaxeldi

Gagn­rýni SFS leiddi til lyk­il­breyt­inga á lax­eld­is­frum­varp­inu

Gagn­rýni frá Sam­bandi ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja spil­aði stóra rullu í því að nýju frum­varpi um lax­eldi var breytt og við­ur­lög minnk­uð við slysaslepp­ing­um. Þetta er ann­að mest um­deilda ákvæði frum­varps­ins en hitt snýst um að gefa lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um ótíma­bund­in leyfi til sjókvía­eld­is hér við land. Mat­væla­ráð­herra vill hætta við ótíma­bundnu leyf­in í lax­eld­inu eft­ir harða um­ræðu á Al­þingi.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu