Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Einn af frumkristnu söfnuðunum: Ofsótt fyrir að vera kynóðir nautnabelgir

Kirkju­feð­ur á borð við Klem­ens og Íreneus börð­ust af krafti gegn fylg­is­fólki Carpocra­tes­ar frá Al­ex­andríu sem bæði var tal­ið komm­ún­ist­ar og kynsvall­ar­ar.

Einn af frumkristnu söfnuðunum: Ofsótt fyrir að vera kynóðir nautnabelgir
Fornar nautnir: Carpocratar voru kommúnistar í þeim skilningi að þeir virðast hafa talið að allt ætti að vera sameign safnaðarins. Og þeir virðast líka hafa metið líkamlegar nautnir ekki síður en andlegar, þótt erfitt sé að segja til um slíkt stóðlíf hafi verið stundað á þeirra vegum og andstæðingarnir héldu fram.

Í dag, föstudaginn langa, er minnst krossfestingar Jesúa frá Nasaret. Því næst verður minnst upprisu hans frá dauðum en sá atburður varð hornsteinn kirkjunnar sem lærisveinar Jesúa reistu, og stendur enn.

Á hitt er þó að líta að sú kirkja sem við þekkjum nú hefði vel getað orðið töluvert öðruvísi. Fyrstu aldirnar voru til mun fjölbreytilegri kristnir hópar en nú er haldið á lofti og einn þeirra óvenjulegustu — í okkar augum — voru hinir svonefndu Carpocratar sem spruttu upp í Egiftalandi og náðu töluverðri fótfestu bæði í Grikklandi og Miðausturlöndum.

Að minnsta kosti töldu kirkjufeður hinnar útbreiddustu kirkjudeildar fulla ástæðu til að berjast harkalega gegn þessum hópi.

Carpocratar eru nefndir eftir upphafsmanni sínum, Carpocratesi í Alexandríu. Sonur hans Epifanes er gjarnan sagður hafa skrifað helsta helgirit Carpocrata en um soninn er raunar flest á huldu. Og helgiritið er glatað og hið eina, sem vitað er um Carpocrata, kemur úr ritum andstæðinga þeirra, kirkjufeðranna Klemens og Íreneusar. Því ber að taka öllu sem þar kemur fram með hæfilegum fyrirvara.

Þó er ljóst að kirkja Carpacrata var í grunninn gnostísk en gnostar kallast þau sem trúðu því að guðlegt hjálpræði væri fólgið í dulspekilegum leyndardómum sem ekki væru opinberaðir hverjum sem var. Fólk þurfti að hafa fyrir því að öðlast hinn eina sanna skilning og þekkingu á hinum æðra guðdómi.

Til þess voru brúkaðar ýmsar hinar dýpstu launhelgar sem tók tíma að ná valdi á þurftu yfirleitt að fara mjög leynt.

„Frjálsleg“ og jafnvel „ósiðleg“ trú

Gnostískir þættir höfðu alllengi verið á kreiki í trúarlífi Miðausturlanda. Sumir gnostar löguðu kristindóminn að sínum hugmyndum og töldu jafnvel að kristnin væri í eðli sínu gnostísk trú – því aðeins með launhelgum gnosta mætti öðlast hið sanna andlega líf með Jesúa frá Nasaret.

Ráðandi öfl í hinni ört vaxandi kristnu kirkju börðust frá upphafi gegn gnostískum áhrifum á kenningu sína. En gegn fáum var barist af sömu hörku og Carpocrötum. Trú þeirra þótti yfirmáta „frjálsleg“ og „ósiðleg“, eins og það var orðað í SKAKKA TURNINUM sínum tíma.

Þótt vitaskuld beri að taka með hæfilegri varúð því sem andstæðingar þeirra halda fram, má þó auðveldlega lesa úr skrifum kirkjufeðranna nokkur lítt umdeilanleg atriði um kenningar og skoðanir Carpcrata.

Þeir voru til dæmis þeirrar skoðunar að Jesúa hefði ekki verið guðlegs eðlis, en vegna hreinleika síns og fagurs hjartalags hefði hann verið í beinu og nánu sambandi við Guð. Slíkar hugmyndir voru raunar alþekktar í grískri heimspeki.

Enn fremur töldu Carpocratar að þeir gætu sjálfir komist í að minnsta kosti næstum eins náið samband við Guð og Jesúa sjálfur og því væru þeir ekki endilega bundnir af lögmáli Gyðinga til lengdar.

Það töldu Klemens, Íreneus og félagar vísasta veginn til glötunar – lögmálinu yrði að fylgja í stórum dráttum, jafnvel þótt ýmislegt úr lögmáli Móse væri lagað að nýjum söfnuðum þegar kristindómurinn fór að breiðast út til annarra en Gyðinga.

Kommúnistar — líka í rúminu?

Sömuleiðis virðast Carpocratar hafa verið kommúnistar í þeim skilningi að þeir töldu að allir hlutir ættu að vera sameign allra í söfnuðinum. Kristnir söfnuðir sem hafa gegnum tíðina haldið fram slíkum kenningum hafa á öllum tímum fengið gegn sér sömu mótbáruna.

„Nú, konurnar líka, ha?“ þruma kirkjufeðurnir og hefjast svo handa um að skamma viðkomandi söfnuð fyrir nautnahyggju, klám, stóðlíf og almennan dónaskap.

Og Carpocratar fengu nóg af slíkum gusum frá kirkjufeðrunum.

Hugmyndir um að allt væri sameign safnaðarins voru algengar meðal ýmissa gnostískra safnaða í fornöld. Fæstir þeirra munu þó hafa litið á þær hugmyndir fyrst og fremst sem afsökun fyrir því að allir mættu hnykkja á öllum, heldur var um að ræða jafnaðarmennsku sem snerist mest um friðarþel og samvinnu innan safnaðarins en síður um kynlíf.

Gagnrýni kirkjufeðranna virðist þó hafa átt sér þá stoð að Carpocratar hafa að líkindum verið mun frjálslyndari í kynferðismálum en títt var um meginstraumskirkjuna. Þeir virðast hafa lagt áherslu á lífsgleði og fjör fremur en að lífið væri eintómur táradalur. Þeir voru til dæmis frægir fyrir mjög litríkar og glaðlegar helgimyndir.

Ekki var öll sagan sögð. Carpocratar munu líka hafa trúað á einhvers konar endurholdgun.

Nauðsynlegt að öðlast ALLA reynslu

Sú trú fól í sér að maðurinn losnaði ekki úr jarðlífinu fyrr en hver einstaklingur hefði reynt bókstaflega allt sem hægt væri, bæði gott og slæmt. Því lögðu Karpókratar sig fram um að öðlast alla reynslu sem hægt var að næla í, góða sem slæma, æskilega sem óæskilega.

Eins og fyrri daginn höfðu hinir siðprúðu kirkjufeður mestar áhyggjur af því að þar á meðal væru allar nautnir og einkum þó öll kynlífsreynsla sem hugmyndaflugið náði til. Þeir lægju altso með hverjum sem er, af hvaða kyni sem væri, hnussuðu Klemens og Íreneus.

Þarna fengu þeir því annað vopn upp í hendurnar til að berja á Carpocrötum fyrir ósiðsemi.

Barátta kirkjufeðrunum gegn Carpocrötum varð árangursrík. Þessi litríki frumkristni söfnuður varð undir í lífsbaráttunni og hin siðprúða kirkja varð ofan á. Talið er að síðustu Carpocratar hafði horfið úr sögunni á sjöttu öld.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár