Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Þykkur blóðþefur yfir musterinu

Hvað gerð­ist á pásk­um? 1. grein. Sú næsta birt­ist á pásk­un­um á næsta ári, ef guð lof­ar.

Þykkur blóðþefur yfir musterinu
Matteus, 21. kapítuli, 12.-13. vers: „Þá gekk Jesús í helgidóminn og rak út alla sem voru að selja þar og kaupa, hratt um borðum víxlaranna og stólum dúfnasalanna og mælti við þá: „Ritað er: Hús mitt á að vera bænahús en þið gerið það að ræningjabæli.“

„Hvað gerðist á páskunum?“

Furðu margir virðast eiga erfitt með að svara þeirri spurningu. Þó er stutta svarið sáraeinfalt:

„Jesúa frá Nasaret var tekinn af lífi á krossi í Jerúsalem en fylgismenn sannfærðust síðan um að hann hefði risið upp frá dauðum.“

Og af því er síðan sprottin öll hin mikla saga.

Málið vandast hins vegar verulega þegar næst er spurt: „Hvers vegna var Jesúa krossfestur?“

(Tala nú ekki um sé áfram spurt: Hverjir stóðu fyrir því að Jesúa væri krossfestur? – en um það er ekki tóm til að fjalla hér og nú. Sjáum til með það á páskunum 2025.)

En það fer nefnilega furðu mikið milli mála hvers vegna Jesúa var krossfestur.

Eitt er þó alveg öruggt. Hann var EKKI krossfestur vegna síns kærleiksboðskapar eða af því hann kenndi að elska skaltu náungann. Slíkur boðskapur var ekki nýlunda heldur þvert á móti í margra munni þá eins og nú – þó misvel væri farið eftir þeim boðskap, þá líka eins og nú.

(Hann var næstum áreiðanlega heldur ekki krossfestur vegna þess að hann var málsvari kúgaðrar alþýðu gegn fíkinni yfirstétt, en sú spurning krefst þó meiri yfirlegu. Sjáum til með það 2026.)

Helgasta hátíð Gyðinga

Guðspjöllunum ber alls ekki saman um formlegar ástæður þess að Jesúa var handtekinn og líflátinn. Á milli línanna má þó lesa ýmislegt. Á páskum í Jerúsalem margfaldaðist íbúafjöldi borgarinnar þegar þangað flykktust tugþúsundir Gyðinga alls staðar að úr Mið-Austurlöndum og af Miðjarðarhafssvæðinu til að lofa guð.

Páskarnir voru jú helsta hátíð Gyðinga en þá var minnst hins meinta flótta frá Egiftalandi.

Ástandið í borginni var oft mjög viðkvæmt þá daga og vikur sem pílagrímarnir voru flestir og margir meintir og raunverulegir æsingamenn notuðu sér það til að láta að sér kveða.

Þar á meðal kom Jesúa frá Nasaret, prédikari úr Galíleu, með hóp fylgismanna sinna til hátíðarinnar. Þar voru bæði staður og stund til að kynna sinn boðskap.

Mikilvægi hátíðarinnar má meðal annars marka af því að EFTIR hina meintu upprisu breiddist hinn nýi kristindómur furðu fljótt út um Gyðingabyggðir við Miðjarðarhafið.

Það hefur áreiðanlega gerst ekki síst með trúboði heimsnúandi pílagríma sem höfðu kynnst hinu nýja fagnaðarerindi í Jerúsalem.

Af hverju var Jesúa handtekinn?

En það var seinna. Hér erum við að fjalla um páskahátíðina árið 31 ET (eftir upphaf tímatals okkar) eða kannski 32 eða 33.

Af hverju var farandprédikarinn frá Galíleu handtekinn og síðan krossfestur?

Sjálfum hefur mér alltaf þótt óþarfi að leita langt yfir skammt að ástæðu fyrir handtöku Jesúa. Framganga hans við musterið, þegar hann velti um borðum „víxlaranna“ og sagði þá hafa gert „hús föður míns að ræningjabæli“, hún er að mínum dómi alveg nóg til að yfirvöldum, hvort heldur rómverskum eða gyðinglegum, þætti ástæða til að taka Jesúa úr umferð.

„Við musterið fór fram umfangsmikil verslun með fórnardýr og sú verslun gat ekki verið í óþökk nokkurs guðhrædds Gyðings.“

Við erum orðin vön því að líta á þessa uppákomu sem dæmi um almenna andstöðu Jesúa við kaupskap og gróðabrall, og það raunar mjög skiljanlega andstöðu í ljósi þess að kaupskapurinn fór fram við musterið sem var ginnheilagt í augum Gyðinga.

Hlutverk víxlaranna

En sannleikurinn er sá að víxlararnir gegndu mjög nauðsynlegu hlutverki einmitt við musterið og þeir voru þar sannarlega ekki í óþökk eins eða neins. Fólk var komið til páskahátíðarinnar mjög víða að og afar margir Gyðingar voru komnir frá öðrum löndum til þess að færa drottni fórn við musterið. Eins og sæmdi gamalli hirðingjaþjóð var fórn Gyðinga oftast falin í nýfæddu lambi, þótt stundum væru dúfur látnar duga.

Þegar tugþúsundir pílagríma voru mættir með lömbin sín og dúfur til að láta slátra þeim á páskum, þá segir sig sjálft að það hefur verið mikill blóðvöllur við musterið.

Og þykkur blóðþefur hefur legið í loftinu alla páskahátíðina.

Hvaðan komu fórnardýrin?

En hvaðan komu lömbin sem slátrað var? Eða dúfurnar? Gyðingar frá Alexandríu, frá Antíokkíu, frá Babýlon, frá Persíu, sunnan frá Jemen, frá hinni grísku Kórintu, frá Róm, Norður-Afríku og jafnvel Spáni, komu þeir allir með sín eigin lömb til musterisins til að láta slátra þeim? Eða þvældust þeir sömu leið með dúfur í búri?

Auðvitað ekki.

Þeir keyptu fórnardýrin í Jerúsalem. Vafalaust hefur fjöldi manna í borginni og í nágrannasveitunum lifað góðu lífi á því að rækta og selja aðkomumönnum fórnardýr sem síðan var slátrað í musterinu samkvæmt kúnstarinnar reglum.

Ekki var nóg með að það hefði verið óttalegt vesen fyrir hátíðargesti að koma með sín fórnardýr um langan veg heldur hefði ferðalagið líka getað skaddað dýrin á ýmsan hátt og þá dugðu þau ekki lengur sem fórnardýr. Gyðingar tóku nefnilega mjög hátíðlega það sem segir í fyrsta kapítula 3. Mósebókar um brennifórnir — það er að segja dýr sem eru drepin og síðan brennd ellegar steikt.

Lýtalausu karldýri slátrað

Svo segir þar:

Þegar einhver ykkar ætlar að færa Drottni gjöf skuluð þið færa honum búfénað að gjöf, af nautgripum eða sauðfé. Sé gjöf hans brennifórn af nautgripum skal það sem hann fórnar vera lýtalaust karldýr. Hann skal færa það að dyrum samfundatjaldsins til þess að hann hljóti velþóknun frammi fyrir augliti Drottins og leggja síðan hönd sína á höfuð brennifórnardýrsins svo að hann hljóti velþóknun og friðþægt verði fyrir sekt hans.

Hann skal slátra nautinu frammi fyrir augliti Drottins en synir Arons, prestarnir, skulu síðan bera fram blóðið og dreypa því á allar hliðar altarisins sem stendur við inngang samfundatjaldsins.

Því næst skal hann flá brennifórnardýrið og hluta það niður [...] Þá skulu synir Arons, prestarnir, raða stykkjunum, höfði og mör, ofan á viðinn sem er á eldinum á altarinu. Innyfli og fætur skal hann þvo í vatni. Presturinn skal því næst láta það allt líða upp í reyk af altarinu.

Þetta er brennifórn, eldfórn, Drottni [líkar sá] ilmur. Sé gjöf hans brennifórn af fénaði, af sauðfé eða geitum, skal það sem hann fórnar [sömuleiðis] vera lýtalaust karldýr.“

Ræktuð fórnardýr

Í stórum dráttum var þetta það sem fram fór í musterinu á páskahátíðinni. Sennilega hafa „synir Arons“ þó annast sjálfa slátrunina og fláninguna enda prestarnir eða aðstoðarmennn þeirra verið orðnir þrautþjálfaðir slátrarar og fláningarmenn.

En áherslan á að fórnardýrið væri „lýtalaust“ var sem sagt önnur veigamikil ástæða fyrir því að einfaldast var fyrir pílagríma að kaupa fórnardýrin á staðnum. Þannig var ekki hætta á að þau yrðu fyrir hnjaski á langri leið frá heimkynnum pílagrímanna til musterisins í Jerúsalem.

Við musterið fór sem sagt fram umfangsmikil verslun með fórnardýr og það liggur í augum uppi að í sjálfu sér gat sú verslun vart verið viðurstyggð í augum nokkurs guðhrædds Gyðings. Þau sem ræktuðu fórnardýr og buðu þau til sölu í Jerúsalem voru einfaldlega að sinna mjög nauðsynlegu hlutverki við tilbeiðsluna í musterinu.

Og raunar á vegum musterisins sjálfs. Þannig rakaði það saman tekjum. 

Hinn hreinláti guð

Málið var reyndar örlítið flóknara en hér um ræðir. Það er óhætt að segja að Gyðingar eða öllu heldur guð þeirra hafi verið með „hreinleika“ nánast á heilanum og vers eftir vers eftir vers í Mósebókunum og víða annars staðar í lögmálinu fjallar um hvernig hreinsa skuli hitt og þetta.

Þar á meðal vildi guð alls ekki að í fjárhirslur hans kæmi alls konar skítug mynt úr ókunnum löndum og sem enginn vissi til hvers hafði verið notuð áður. Hann leit ekki við öðru en sérstökum tandurhreinum musterispeningum sem hans eigin myntsláttumenn framleiddu.

En hvernig áttu pílagrímar frá segjum til dæmis Gyðinganýlendunni í Karþagó að komast yfir þessa guði þóknanlegu musterispeninga til þess að kaupa fyrir fórnardýr?

Jú, þar koma víxlararnir alræmdu til sögunnar.

„Skítugir“ peningar

Þeir höfðu einfaldlega það mikilvæga hlutverk að taka við hinum „skítugu“ peningum pílagrímanna og víxla þeim, þannig að pílagrímarnir gætu keypt hin lýtalausu fórnardýr fyrir mjallahvíta og tandurhreina musterispeninga sem voru guði þóknanlegir.

Ekki er vitað hvort víxlararnir voru beinlínis starfsmenn musterisins eða hvort þeir höfðu keypt svo og svo mikið magn musterispeninga sem þeir seldu svo pílagrímunum, en það kemur í sama stað niður.

Tilvera víxlaranna var sannarlega ekki til marks um að musterið hefði verið gert að ræningjabæli, heldur var starf þeirra guði – eða altént prestunum – þvert á móti mjög þóknanlegt. Og það má reyndar vel skilja yfirvöld þess tíma, hvort heldur Gyðinga eða Rómverja, að þau hafi hneigst til að taka úr umferð róstusaman prédikara sem truflaði hin guði þóknanlegu og nauðsynlegu viðskipti við musterið.

Vegið að grundvallaratriðum Gyðingdóms?

Hafi Jesúa frá Nasaret verið í sjálfu sér á móti þessum viðskiptum var hann jú beinlínis að vega að grundvallaratriði mikilvægustu hátíðar Gyðinga í Jerúsalem. Eftir að fyrsta útgáfa þessarar greinar birtist benti séra Skúli S. Ólafsson mér á að ýmsir spámenn Gamla testamentisins hefðu reyndar amast við hinum viðhafnarmiklu brennifórnum og möguleg andstaða Jesúa við þær hefði því ekki verið einsdæmi.

Sjá til dæmis fyrsta kafla spádómsbókar Jesaja, ellefta vers, sem hljóðar svo:

„Hvað varða mig yðar mörgu sláturfórnir? spyr Drottinn. Ég hef fengið of mikið af brennifórnum hrúta og feiti alikálfa; í blóð úr nautum, lömbum og geitum langar mig ekki.“

Okrað á pílagrímum?

Hafi Jesúa á hinn bóginn þótt að víxlararnir hafi verið farnir að okra of mikið á pílagrímunum eða notað tækifærið til að selja alls konar glingur annað á eigin reikning, þá er það svolítið önnur saga.

En hvort heldur var, þá breytir það ekki því að í augum musterisyfirvalda í Jerúsalem voru fórnirnar þungamiðja helgihaldsins og hafi Jesúa verið handtekinn vegna uppákomunnar við musterið — eða vegna þess að eftir það trúðu yfirvöldin (Gyðingar og/eða Rómverjar) þessum ákafa prédikara til þess að koma af stað frekari uppþotum — þá er það að minnsta kosti skiljanlegt samkvæmt forsendum síns tíma.

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...
Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
3
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
6
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
7
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
8
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
10
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu