Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Ríkisendurskoðandi: „Sigurður hafði ekki umboð til að hafa afskipti af málum“

Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir dreif­ingu grein­ar­gerð­ar Sig­urð­ar Þórð­ar­son­ar, setts rík­is­end­ur­koð­anda með Lind­ar­hvoli, vera lög­brot. Grein­ar­gerð­in hafi ekk­ert er­indi átt út úr húsi Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Þá hafi Sig­urð­ur alls ekki haft full­ar heim­ild­ir rík­is­end­ur­skoð­anda í störf­um sín­um, ólíkt því sem hald­ið hafi ver­ið fram.

<span>Ríkisendurskoðandi:</span> „Sigurður hafði ekki umboð til að hafa afskipti af málum“
Segir greinargerðina aldrei hafa átt að fara úr húsi Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir dreifingu á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar um Lindarhvol brot á lögum. Mynd: Ríkisendurskoðun

Ríkisendurskoðun ber enga ábyrgð á greinargerð setts ríkisendurskoðanda vegna Lindarhvols, Sigurðar Þórðarsonar, og mun ekki svara fyrir hana eða skoðanir hans. Dreifing og birting greinargerðarinnar er brot á lögum, á greinargerðinni voru augljósir annmarkar og Sigurður hafði ekki umboð til að hafa afskipti af töluverðum hluta mála sem hann þó hafði afskipti af.

Þetta er meðal þess sem Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir í svari sínu til Heimildarinnar, þegar leitað var eftir viðbrögðum hans við birtingu greinargerðar Sigurðar um málefni Lindarhvols, sem og viðbrögðum við frétt Heimildarinnar um athugasemdir þær sem Sigurður setti fram í bréfi til forseta Alþingis, Steingríms J. Sigfússonar, í febrúar 2021.

Gerði harðorðar athugasemdir

Svo sem sagt var frá í frétt Heimildarinnar gerði Sigurður í bréfinu margar og harðorðar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol, sem birt var árið 2020.

Sigurður segir þannig að alvarlega hafi verið vegið að starfsheiðri sínum í skýrslunni, með því að ekki hafi verið borin undir hann þau efnisatriði skýrslunnar sem snúi beint að honum. Auk þess hafi Sigurði ekki verið kynnt bréf ríkisendurskoðanda, sent til forseta Alþingis í september 2020, þar sem því er haldið fram að greinargerð Sigurðar innihaldi staðreyndavillur og missagnir.

Sigurður gerir fleiri athugasemdir við skýrsluna, meðal annars að misfarið sé með þegar virðisaukning stöðugleikaeigna sé alfarið eignuð Lindarhvoli þegar tilfellið sé að hana megi að mestu rekja til arðgreiðslna Íslandsbanka, sem hafi verið í umsjón Bankasýslunnar. Athugasemdir Sigurðar eru fleiri eins og áður var rakið í frétt Heimildarinnar.

Skúli Eggert vildi ekki tjá sig

Heimildin hafði samband við Skúla Eggert Þórðarson, sem var ríkisendurskoðandi þegar umrædd skýrsla var unnin og birt, sem og þegar stofnunin sendi forseta Alþingis umrætt bréf árið 2020. Spurði blaðamaður Skúla Eggert um viðbrögð hans við birtingu greinargerðar Sigurðs, sem og þær ávirðingar sem hann setti fram á hendur embættinu.

„Nei, ég hef ekki áhuga á að tjá mig um það og alls ekki að eiga orðastað við Sigurð.“
Skúli Eggert Þórðarson
fyrrverandi ríkisendurskoðandi, um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar.

 Skúli Eggert svaraði eftirfarandi:

Skúli Eggert Þórðarsonfyrrverandi ríkisendurskoðandi

„Þú veist að ég er hættur“

Ég geri mér grein fyrir því en þú engu að síður barst ábyrgð á gerð skýrslunnar sem birtist 2020.

„Já, Guðmundur Helgason er ríkisendurskoðandi og hann svarar fyrir verkefni embættisins.“

Já, en þú vilt þá ekki tjá þig um það sem segir í bréfi Sigurðar um að hann telji að með skýrslu Ríkisendurskoðunar sé vegið alvarlega að starfsheiðri hans, skýrslu sem sannarlega var unnin á þinni vakt?

„Nei, ég hef ekki áhuga á að tjá mig um það og alls ekki að eiga orðastað við Sigurð.“

Afstaða Ríkisendurskoðunar óbreytt

Heimildin hafði samband við Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda, sem tók við stöðunni í febrúar á síðasta ári, fyrst tímabundið en síðar kjörinn. Guðmundur Björgvin var því ekki í embætti þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar var unnin en hann hóf hins vegar störf hjá embættinu árið 2019, sem forstöðumaður Akureyrarstofu, sviðstjóri tekjueftirlits og staðgengill ríkisendurskoðanda.

Guðmundur Björgvin svaraði fyrirspurn Heimildarinnar um málefni Lindarhvols og Sigurðar Þórðarsonar með því að vísa í tilkynningu Ríkisendurskoðunar frá 3. mars síðastliðnum. „Þar sem málefni Lindarhvols eru enn til umræðu á vettvangi Alþingis, þá sérstaklega hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, telur Ríkisendurskoðun að svo stöddu rétt að koma sjónarmiðum embættisins fyrst og fremst á framfæri á þeim vettvangi,“ sagði Guðmundur Björgvin.

„Dreifing og birting greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar gengur að mati Ríkisendurskoðunar í berhögg við ákvæði laga“
Guðmundur Björgvin Helgason
ríkisendurskoðandi

Guðmundur Björgvin bætti þó við að afstaða Ríkisendurskoðunar væri enn sú sama og birtist í tilkynningunni í mars. „Dreifing og birting greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar gengur að mati Ríkisendurskoðunar í berhögg við ákvæði laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga hvað varðar meðferð vinnugagna og málsmeðferð, þar á meðal andmælarétt þeirra aðila sem fjallað er um í greinargerðinni. Eins og fram kemur í bréfi Sigurðar sjálfs þegar hann skilaði greinargerðinni er greinargerðin ekki fullunnin og hefur hún þ.a.l. ekki að geyma ályktanir og niðurstöður um verkefnið. Hún hafði heldur ekki verið send til umsagnar þeirra sem um er fjallað. Gögn eða skýrsludrög Ríkisendurskoðunar eiga ekki erindi út úr húsi fyrr en að slíkum grundvallar málsmeðferðarreglum er gætt.“

Segir augljósa annmarka hafa verið á greinargerð Sigurðar

Guðmundur Björgvin var spurður út í þær ávirðingar sem koma fram í bréfi Sigurðar til forseta Alþingis, um að í skýrslu Ríkisendurskoðunar birtust árásir á starfsheiður hans, í henni væru staðreyndavillur og rangtúlkanir á fyrri vinnu Sigurðar. Guðmundur Björgvin vildi lítið bregðast við þeim athugasemdum.

„Ríkisendurskoðun ber enga ábyrgð á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar eða birtingu hennar“
Guðmundur Björgvin Helgason
ríkisendurskoðandi

„Ríkisendurskoðun ber enga ábyrgð á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar eða birtingu hennar og mun ekki svara fyrir hana eða skoðanir hans, hvorki þær sem hann hafði sem settur ríkisendurskoðandi á sínum tíma eða þær sem hann virðist síðar hafa myndað sér. Vegna augljósra annmarka á greinargerðinni átti Ríkisendurskoðun ekki annan kost á sínum tíma en að fara yfir málið og öll gögn þess frá grunni. Í því fólst meðal annars að afla skýringa stjórnar Lindarhvols ehf. á öllum þeim atriðum sem Sigurður fjallar um í ófullunninni greinargerð sinni. Að mati Ríkisendurskoðunar fengust í öllum tilfellum fullnægjandi skýringar frá stjórn Lindarhvols ehf. Ríkisendurskoðun vann í framhaldinu þá lokaskýrslu um málefni Lindarhvols ehf. sem skilað var til Alþingis í apríl 2020,“ sagði Guðmundur Björgvin.

Átti ekkert með að kalla eftir upplýsingum

Eitt af því sem Sigurður gerði hvað mestar athugasemdir við í greinargerð sinni, og sem hann bendir á í bréfi sínu til þingforseta, var að hann hefði víða komið að lokuðum dyrum þegar hann kallaði eftir upplýsingum er hann taldi lúta að starfsemi Lindarhvols. Sú andstaða hefði gert honum illkleift að sinna starfi sínu. Guðmundur Björgvin segir að á þessu séu fullkomlega eðlilegar skýringar. Nefnilega að Sigurður hafi verið að kalla eftir upplýsingum sem hann átti ekkert með að kalla eftir eða fá. Ýmsar upplýsingabeiðnir Sigurðar hafi lotið að atriðum sem féllu utan afmörkunar verkefnis hans og heimildar embættis hans.

„Ólíkt því sem fram hefur verið haldið hafði Sigurður aldrei fullar heimildir ríkisendurskoðanda í störfum sínum. Verkefni Sigurðar sem settur ríkisendurskoðandi takmarkaðist við að annast endurskoðun og hafa eftirlit með framkvæmd samnings milli fjármála- og efnahagsráðherra og Lindarhvols ehf., sbr. 4. mgr. laga nr. 25/2016 um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001, með síðari breytingum. Sigurður hafði ekki umboð til að hafa afskipti af málum utan þessarar afmörkunar.“

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Leyndarhyggjan gagnvar þessum málum öllum er náttúrlega algjörlega í anda stærstu skipulögðu glæpasamtaka Íslands, sjálfstæðisflokksins.
    Ef bjarN1 benediktsson og hyskið í kringum hann fer ekki að hirða pokana sína.
    Þá þarf einfaldlega að fjarlæja þau með valdi og stokka svo ærlega upp í fjölskyldu atvinnuáskriftar í öllum ráðuneytum og öðrum ríkisstofnunum.

    When the power of love overcomes the love of power, this world will see peace.
    0
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Lyktin af þessu máli verur alltaf verri og verri. Það verður að stofna rannsóknarnefnd alþingis sem skoðar t.d. setningarbréf Sigurðar Þórðarsonar þannig að menn viti hvaða mál hann átti að skoða og hvernig þær niðurstöður yrðu birtar. Viðbrögð þeirra sem á hann deila, sérstaklega núverandi ríkisendurskoðanda benda eindregið til að hér eigi eitthvað að fela.
    7
  • trausti þórðarson skrifaði
    Verkefnið var að annast endurskoðun og hafa eftirlit með framkvæmd samnings milli fjármálaráðherra og Lindarhvols ehf en mátti ekki kalla eftir upplýsingum??????????????????????????
    8
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    Þessi lesning er ótrúleg. Það er eins og embættismenn telji það lagabrot að það sé fylgst með störfum þeirra. Að það sé eðlilegt að halda upplýsingum leyndum bara af því að einhverjum komi þær ekki við.
    15
    • Margrét Rögnvaldsdóttir skrifaði
      Sammála þetta eru þau sem vilja að óþverrinn komi ekki upp á yfirborðið þar á meðal Ríkisendurskoðandi hann er greinilega ekki að vinna fyrir almening
      9
    • Siggi Rey skrifaði
      Hér er D liðið að draga mannorð Sigurðar í svaðið! Verið að reyna bjarga yfirfullum flór D manna!
      10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Lindarhvoll

Sigurður Þórðarson: „Vegið alvarlega að starfsheiðri mínum“
FréttirLindarhvoll

Sig­urð­ur Þórð­ar­son: „Veg­ið al­var­lega að starfs­heiðri mín­um“

Sett­ur rík­is­end­ur­skoð­andi vegna Lind­ar­hvols, Sig­urð­ur Þórð­ar­son, gerði marg­ar og harð­orð­ar at­huga­semd­ir við skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar í bréfi sem hann sendi Stein­grími J. Sig­fús­syni for­seta Al­þing­is í fe­brú­ar 2021. Sagði hann með­al ann­ars að Rík­is­end­ur­skoð­un rangtúlk­aði bæði gögn um virð­is­aukn­ingu stöð­ug­leika­eigna, sem og skrif hans sjálfs um stjórn­skipu­lag fé­lags­ins.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
1
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
8
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu