Fréttamál

Fatlað fólk beitt nauðung

Greinar

„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Nauðung getur haft skelfilegar afleiðingar: „Þetta bara má ekki“
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

Nauð­ung get­ur haft skelfi­leg­ar af­leið­ing­ar: „Þetta bara má ekki“

Formað­ur ÖBÍ rétt­inda­sam­taka seg­ir beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk vera íþyngj­andi úr­ræði sem að­eins skuli beita þeg­ar allt ann­að hef­ur ver­ið reynt til þraut­ar. Bæj­ar­full­trúi á Ak­ur­eyri hef­ur kall­að eft­ir gögn­um vegna máls Sveins Bjarna­son­ar sem um ára­bil var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins.
Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.

Mest lesið undanfarið ár