Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Faðirinn á Íslandi og leitar sona sinna

Barns­fað­ir Eddu Bjark­ar Arn­ar­dótt­ur er kom­inn til Ís­lands og leit­ar nú sona sinna. Lög­mað­ur hans kall­ar eft­ir því að sá eða sú sem hýs­ir þá stígi fram. „Ég skil það þannig að yf­ir­völd viti ekki einu sinni hvar syn­ir hans eru,“ seg­ir lög­mað­ur­inn.

Faðirinn á Íslandi og leitar sona sinna
Lögreglan „Þeir hafa skapað sér líf í Noregi. Þeir munu snúa þangað aftur, þeir hafa varið meirihluta ævinnar í Noregi,“ segir Sjak um drengina. Hann hvetur þau sem vita hvar þeir eru til þess að láta lögregluna vita. Mynd: Bára Huld Beck

„Sá sem hefur tekið þessi börn eða er með þau hjá sér, hann mun finnast. Hann ætti að vakna á hverjum degi og bíða þess að yfirvöld banki á hurðina hjá honum,“ segir Sjak R. Haaheim, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur. 

Faðirinn er nú hér á landi og leitar sona sinna. 

Edda Björk var á þriðjudag færð í gæsluvarðhald á Hólmsheiði vegna komandi réttarhalda yfir henni í Noregi. Hún var síðan flutt með valdi af lögreglumönnum frá Hólmsheiði fyrr í dag og er útlit fyrir að hún sé nú á leið til Noregs. Dagsetning fyrir réttarhöldin hefur ekki verið gefin út.

Ástæða þessa er forsjárdeila sem Edda og barnsfaðir hennar standa í vegna þriggja sona þeirra. Norskir dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeir eigi að búa hjá föður sínum en Edda fór þrátt fyrir það með syni sína til Íslands fyrir um einu og hálfu ári síðan og hér hafa þeir búið síðan þá. Edda hefur verið kærð fyrir að nema drengina á brott. Lengsti mögulegi fangelsisdómur sem hún gæti fengið hljóðar upp á sex ár.

Nú eru drengirnir í felum, óljóst er hver tók ákvörðun um að fela þá og hvar þeir eru niðurkomnir. Fjölskylda Eddu hefur sagt þá vera örugga og að þeim líði vel. 

„Umbjóðandi minn ætlar að vera á Íslandi þangað til börnunum er komið með öruggum hætti aftur heim [til Noregs],“ segir Sjak. „Ég skil það þannig að yfirvöld viti ekki einu sinni hvar synir hans eru.“

Sá sem hýsir börnin eigi að stíga fram

Faðirinn kallar eftir því að hver sá sem veit hvar synir hans eru niðurkomnir láti lögregluna vita, segir Sjak sem telur að manneskjan sem nú hýsi börnin gæti verið að fremja lögbrot. 

LögmaðurSjak R. Haaheim.

„Við búumst við því að sá sem er með börnin stígi fram innan sólarhrings,“ segir Sjak. 

Hann telur að fram að þessu hafi verið einblínt um of á réttindi móðurinnar Eddu og tími sé til kominn að setja hag drengjanna í forgrunn. „Þeir búa í Noregi,“ segir Sjak. 

En nú eru þeir á Íslandi? 

„Lagalega séð búa þeir í Noregi,“ segir Sjak sem ætlar að kalla eftir því að drengirnir fái réttargæslumann. „Við réttarhöldin í Noregi mun sérfræðivitni bera vitni um það hvaða skaða valdið börnum að taka þau frá vinum sínum og úr skóla með því að fela þau einhversstaðar.“ 

En nú hafa drengirnir skapað sér líf á Íslandi, gæti það ekki skaðað þá að fara aftur til Noregs? 

„Þeir hafa skapað sér líf í Noregi. Þeir munu snúa þangað aftur, þeir hafa varið meirihluta ævinnar í Noregi.“ 

Hvað ef þeir hafna því að fara aftur? 

„Þeir hafa ekki neitað því að fara. Múgur hefur reynt að koma í veg fyrir framgang réttlætisins. Það er ekkert til að vera stoltur af. Börnin vilja fara heim en þeim hefur verið neitað um augljós réttindi sín.“ 

Aðspurður segir Sjak að faðirinn hafi ekki kallað eftir handtöku Eddu, það hafi verið aðgerðir á vegum norskra og íslenskra yfirvalda. Aftur á móti segir hann að erfitt hafi verið að fá íslensk yfirvöld til samstarfs. „Norðurlöndin ættu að vinna saman í svona málum,“ segir Sjak. 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Lýtur Ĝóða Fólkið í gras fyrir lögum
    -1
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Eru börnin réttlaus?
    Barist um eins og hverna annan varning!
    7
  • Kristín Magnúsdóttir skrifaði
    Mikil harka í þessu máli og dapurlegt á sjá hvernig stjórnvöld hafa tekið þátt í að glæpavæða fjölskyldumál.
    1
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Ekki hægt að taka afstöðu til þessa máls enda vitum við ekki forsendur málsins. Hefðu Íslendingar brugðist öðruvísi við ef við snérum málinu við, pabbinn komið með drengina hingað eftir að móðurinni hefði verið dæmd forsjá?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Mál Eddu Bjarkar

Forræðisdeila Eddu Bjarkar og barnsföður hennar: Hvað gerðist eiginlega?
GreiningMál Eddu Bjarkar

For­ræð­is­deila Eddu Bjark­ar og barns­föð­ur henn­ar: Hvað gerð­ist eig­in­lega?

Deil­ur ís­lenskra for­eldra, sem hafa stað­ið yf­ir í fimm ár, hafa ver­ið dregn­ar fram í ær­andi skært kast­ljós fjöl­miðla á síð­ast­liðn­um mán­uði. For­eldr­arn­ir, Edda Björk Arn­ar­dótt­ir og barns­fað­ir henn­ar, eiga sam­an fimm börn og hafa deil­ur þeirra far­ið fram svo oft frammi fyr­ir dóm­stól­um að tvær hend­ur þarf til þess að telja skipt­in.

Mest lesið

Þórður Snær Júlíusson
1
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Kom­ið á óvart í stað þess að valda okk­ur von­brigð­um

Allt stefn­ir í að næsti for­seti lands­ins verði kos­inn með um fjórð­ungi at­kvæða. Það er svip­að hlut­fall og stærsti flokk­ur­inn í síð­ustu þing­kosn­ing­um fékk, ekki langt frá þeim fjölda sem treyst­ir Al­þingi og rík­is­stjórn­inni og mun fleiri en treysta nýj­asta for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­inn­ar. Ís­land er sundr­uð þjóð sem hef­ur glat­að trausti sínu á ráða­menn. Það er þeirra að vinna það aft­ur.
Ruglað saman við Höllu T. og drakk frítt allt kvöldið
4
Allt af létta

Rugl­að sam­an við Höllu T. og drakk frítt allt kvöld­ið

Anna Þóra Björns­dótt­ir vissi ekki hvað­an á sig stæði veðr­ið þeg­ar fólk fór að vinda sér upp að henni fyrr í maí og tjá henni að það ætl­aði að kjósa hana til for­seta Ís­lands. Svo átt­aði hún sig á því hvað væri í gangi, kjós­end­urn­ir héldu að þeir væru að tala við Höllu Tóm­as­dótt­ur for­setafram­bjóð­anda, ekki Önnu Þóru, eig­anda Sjáðu.
Með sigg í lófunum og sigg á sálinni
5
ViðtalForsetakosningar 2024

Með sigg í lóf­un­um og sigg á sál­inni

Vikt­or Trausta­son for­setafram­bjóð­andi veit bæði hvernig það er að borða ókeyp­is 1944-rétti í heila viku vegna pen­inga­skorts og lifa við fjár­hags­legt ör­yggi. Þrátt fyr­ir að vera með meist­ara­gráðu í hag­fræði hef­ur hann að mestu ver­ið í störf­um sem hafa lófa­sigg sem fylgi­fisk. Vikt­or – sem seg­ist hafa ver­ið bú­inn að senda út á ann­að þús­und at­vinnu­um­sókn­ir þeg­ar hann ákvað að fara í fram­boð – ætl­ar að vinna í fiski í sum­ar, sama hvort hann verð­ur for­seti Ís­lands eð­ur ei og gef­ur lít­ið fyr­ir skoð­anakann­an­ir sem spá hon­um inn­an við eitt pró­sent at­kvæða.
Tvær konur hnífjafnar í einum mest spennandi kosningum lýðveldissögunnar
6
GreiningForsetakosningar 2024

Tvær kon­ur hníf­jafn­ar í ein­um mest spenn­andi kosn­ing­um lýð­veld­is­sög­unn­ar

Loka­kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að það eru yf­ir­gnæf­andi lík­ur á því að ann­að hvort Halla Tóm­as­dótt­ir eða Katrín Jak­obs­dótt­ir verði næsti for­seti Ís­lands. Hálf millj­ón sýnd­ar­kosn­ing­ar sýna að vart er hægt að greina mun á lík­um þeirra á sigri. Leita verð­ur aft­ur til árs­ins 1980 til að finna jafn tví­sýn­ar kosn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
4
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
„Þetta er brot sem ég hef á minni ferilskrá, ég get ekkert gert í því“
10
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

„Þetta er brot sem ég hef á minni fer­il­skrá, ég get ekk­ert gert í því“

Bald­ur Sig­urð­ar­son hef­ur bú­ið á þrem­ur áfanga­heim­il­um Betra lífs. Hann seg­ir það hafa ver­ið „ósann­gjarnt“ þeg­ar hann var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Bald­ur ját­ar fús­lega að selja ávana­bind­andi lyf, seg­ist gera það til að geta séð fyr­ir börn­un­um sín­um. Hann þver­tek­ur hins veg­ar fyr­ir að hafa mis­not­að sér neyð kvenna sem eru langt leidd­ir fíkl­ar, og slík­ar ásak­an­ir séu „kjaftæði“.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
3
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár