Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Húðkremsnotkun ungra stúlkna veldur áhyggjum

Sænskt fyr­ir­tæki sem rek­ur 400 apó­tek í heima­land­inu hef­ur lagt bann við að ung­menni yngri en 15 ára geti keypt til­tekn­ar húð­vör­ur sem ætl­að­ar eru eldra fólki. Húð­sjúk­dóma­lækn­ar vara við sí­auk­inni notk­un ungra stúlkna á slík­um vör­um.

Fyrir tveimur vikum tilkynnti sænska lyfsölufyrirtækið Apotek Hjärtat að tilteknar ólyfseðilsskyldar húðvörur verði framvegis ekki seldar ungmennum undir 15 ára aldri. Apotek Hjärtat er stærsta einkarekna fyrirtæki á sínu sviði í Svíþjóð með nær þriðjungs hlutdeild á markaðnum. Apótek nútímans eru mjög breytt frá því sem áður var, þótt sala á lyfjum sé enn stór þáttur í starfseminni verða alls kyns snyrtivörur sífellt fyrirferðarmeiri, apótek er ekki lengur bara lyfjabúð.

„Erindið var að kaupa í matinn, en í búðinni eru líka seldar snyrtivörur, búsáhöld og fatnaður. Stjúpdóttirin tók strax strikið að snyrtivörudeildinni, nánar tiltekið að hillum með vörum frá fyrirtækinu The Ordinary.“

Tilkynning Apotek Hjärtat hefur vakið mikla athygli og lyfsölufyrirtækið Apoteket AB, sem er í eigu sænska ríkisins og með svipaða markaðshlutdeild og Apotek Hjärtat, íhugar að fara sömu leið. Sænski húð- og snyrtivöruframleiðandinn Mantle hefur tilkynnt að einstaklingar yngri en 18 ára geti framvegis ekki keyptar tilteknar vörur sem fyrirtækið framleiðir.

Húðsjúkdómalæknar hafa áhyggjur

Fyrr á þessu ári birtist á vefsíðu breska ríkisútvarpsins, BBC, löng umfjöllun um aukna notkun og áhuga ungra stúlkna á húðvörum, einkum andlitskremi.  Í viðtölum við ungar stúlkur og foreldra þeirra kom fram að margar stúlkur finna fyrir þrýstingi frá vinkonum um að nota andlitskrem „til að falla inn í hópinn“. Fréttamenn BBC ræddu við eina átta ára stúlku sem sagðist hafa á vefsíðunni Tik Tok séð þekkta persónu úr tískuheiminum lýsa því hve gott tiltekið andlitskrem væri fyrir húðina.

Stúlkan, sem BBC kallaði Sadie, nauðaði í móður sinni að kaupa þetta krem en móðirin neitaði. Sadie gafst ekki upp en nokkrum dögum síðar komst móðirin að því dóttirin hafði fengið einhvern úr fjölskyldunni til að kaupa kremið, sem er ætlað fullorðnum, fyrir sig. Húð stúlkunnar varð bólótt og rauð en jafnaði sig fljótlega eftir að hún hætti að nota kremið.  Móðir Sadie sagðist fylgjast vel með á snyrtivörumarkaðnum en hún hefði aldrei heyrt minnst á sumar þeirra tegunda sem dóttirin þekkti.

Tess McPherson húðsjúkdómalæknir sagði í viðtali við BBC mjög brýnt að börn og unglingar fái réttar upplýsingar um andlitskrem og húðvörur, en ekki úr auglýsingum og af vefsíðum framleiðenda.

Þekkti vörumerkin

Eins og fyrr var nefnt hefur ákvörðun Apotek Hjärtat um sölubann á tilteknum húðvörum til ungmenna undir 15 ára aldri vakið mikla athygli og opnað augu margra foreldra og forráðamanna barna. Fréttamaður danska útvarpsins, DR, ræddi við Tina Søgaard, stofnanda og núverandi stjórnarformann danska húðvöruframleiðandans Ecooking. Hún lýsti búðarferð með 10 ára stjúpdóttur sinni. Erindið var að kaupa í matinn, en í búðinni eru líka seldar snyrtivörur, búsáhöld og fatnaður. Stjúpdóttirin tók strax strikið að snyrtivörudeildinni, nánar tiltekið að hillum með vörum frá fyrirtækinu The Ordinary.

Þegar Tina Søgaard las á glasið með andlitskreminu sem stúlkan vildi kaupa brá henni í brún. „Ef hún hefði borið þetta á sig hefði hún strax fengið brunasár í andlitið en það hafði hún ekki hugmynd um, fannst bara liturinn á kreminu flottur,“ sagði Tina Søgaard. Þegar hún spurði stjúpdótturina hvernig hún þekkti The Ordinary-vörurnar var svarið að hún hefði séð þær á YouTube og TikTok. Og hún hefði líka séð mörg önnur vörumerki á netinu.

Tina Søgaard vill að fyrirtæki sitt, Ecooking, banni sölu á tilteknum vörum til ungmenna og sagði í viðtalinu að málið yrði rætt á næsta stjórnarfundi. Hún sagði jafnframt að þegar hefði verið ákveðið að setja sérstaka merkingu á þær vörur fyrirtækisins sem óæskilegt er að börn og unglingar noti. Það eru einkum svonefndar AHA sýrur, BHA sýrur og A vítamín sem eru skaðleg húð ungmenna. Þessi efni er að finna í mörgum húðvörum sem sögð eru gera húðina unglegri og draga úr öldrun, eins og segir í auglýsingum.

Claus Jørgensen, verkefnastjóri hjá dönsku neytendasamtökunum, Tænk, sagði það jákvætt, í svari við fyrirspurn danska útvarpsins, að umræða um þessi mál væri komin upp á yfirborðið, eins og hann komst að orði. „Þessar umræddu húðvörur eru ætlaðar fullorðnum en þegar börn og unglingar eru hvött, á netmiðlum, til að nota þær verða seljendur og framleiðendur, og ekki síst foreldrar að vera á verði,“ sagði Claus Jørgensen.

Vill löggjöf sem banni sölu á tilteknum vörum til unglinga

Í áðurnefndu viðtali við danska útvarpið sagðist Tina Søgaard telja nauðsynlegt að danska þingið setti lög sem banni sölu á tilteknum húðvörum (yngingarkremi) til ungmenna. Ekki dugi að höfða til ábyrgðar framleiðenda og seljenda.

Slíkar hugmyndir mælast misjafnlega fyrir meðal danskra snyrtivöruseljenda og talsmaður verslanakeðjunnar Matas, sem er fyrirferðarmikil á danska markaðnum, kvaðst ekki telja löggjöf leysa vandann og ekki heldur sölubann til ungmenna. „Við hjá Matas teljum ráðgjöf og leiðbeiningar til viðskiptavina áhrifaríkari leið en bannlög,“ sagði talsmaðurinn.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
6
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
10
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár