Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Fjölskyldan frá Gaza er á leið til landsins

Móð­ir og þrír dreng­ir henn­ar sem set­ið hafa föst á Gaza, þrátt fyr­ir að vera með dval­ar­leyfi á Ís­landi, eru nú á leið til lands­ins. Með í för eru rit­höf­und­arn­ir Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir og Berg­þóra Snæ­björns­dótt­ir auk Maríu Lilju Þrast­ar­dótt­ur fjöl­miðla­konu. Ís­lensku kon­urn­ar þrjár hafa und­an­farna viku unn­ið að því að hjálpa mæðg­in­un­um kom­ast frá átaka­svæð­inu og til fjöl­skyldu­föð­ur­ins sem býr á Ís­landi.

Fjölskyldan frá Gaza er á leið til landsins
Fyrsta fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur hjálpuðu að komast frá Gaza er nú leið til landsins

Fyrsta fjölskyldan, sem þrjár íslenskar konur hafa undanfarið aðstoðað við að komast frá Gaza, er nú á leið til landsins. Gert er ráð fyrir að flugvél þeirra lendi í Keflavík um tvöleytið í dag. Um er að ræða konu og þrjá syni hennar sem hafa verið innlyksa í Gazaborg þar sem blóðug átök hafa geisað síðastliðna fimm mánuði. 

Fjölskyldan fékk dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, en eiginmaður konunnar og faðir drengjanna þriggja er búsettur hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar ekki beitt sér fyrir því að aðstoða fólk með samþykkt dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar við að komast frá átakasvæðinu og til landsins.

Viðbragðsleysi stjórnvalda í þessum efnum hefur valdið miklu fjaðrafoki og mótmæli hafa staðið yfir á Austurvelli frá því í desember í fyrra. Kristín Eiríksdóttir, María Lilja Þrastardóttir og Bergþóra Snæbjörnsdóttir ákváðu í stað þess að bíða álengdar að hefja vinnuna við að safna nöfnum þeirra sem sitja fastir á Gaza með samþykkt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 

Í síðustu viku flugu konurnar þrjár út með listann með það fyrir augum að koma sem flestum frá Gaza og flytja þá til ástvina þeirra á Íslandi. Konunum hefur nú tekist að koma tveimur fjölskyldum í skjól. Önnur er á leiðinni til landsins og hin er enn sem komið er stödd í Kaíró.

Í samtali við Heimildina sögðust Bergþóra, Kristín og María Lilja myndu halda björgunarstarfinu áfram þangað til að utanríkisráðuneytið brygðist við og tæki við af þeim. „Við munum svo halda áfram að selflytja fólk heim til Íslands þar til ráðuneytið sendir fólk hingað. Þá getum við farið heim,“ sagði Kristín á dögunum.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Föst á Gaza

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Dvalarleyfishafar senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis
FréttirFöst á Gaza

Dval­ar­leyf­is­haf­ar senda kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is

Móð­ir og þrjú börn hafa feng­ið sam­þykkta fjöl­skyldusam­ein­ingu á Ís­landi en sitja enn föst á Gaza. Fjöl­skyldufað­ir­inn er dval­ar­leyf­is­hafi á Ís­landi. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar hef­ur sent inn kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is. Er þar hald­ið fram að ís­lenska rík­ið fari á mis við laga­ákvæði og al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar með að­gerða­leysi sínu við að forða fólki frá stríðs­hrjáð­um svæð­um á Gaza.
Ísraelar skoða listann sérstaklega því enginn íslenskur ríkisborgari er á honum
FréttirFöst á Gaza

Ísra­el­ar skoða list­ann sér­stak­lega því eng­inn ís­lensk­ur rík­is­borg­ari er á hon­um

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu seg­ir að tíma­lína mögu­legra fólks­flutn­inga dval­ar­leyf­is­hafa frá Gaza liggi ekki fyr­ir. Verk­efn­ið sé ein­stakt því eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á lista stjórn­valda. Þetta hafi í för með sér að ísra­elsk stjórn­völd þurfi að skoða mál­ið sér­stak­lega.

Mest lesið

Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins
2
GreiningForsetakosningar 2024

Halla Tóm­as­dótt­ir verð­ur sjö­undi for­seti lýð­veld­is­ins

Kjarna­fylgi tveggja efstu fram­bjóð­enda til for­seta var hníf­jafnt dag­inn fyr­ir kosn­ing­ar. Fjöldi kjós­enda valdi að velja á milli þeirra á kjör­dag og lang­flest­ir þeirra völdu Höllu Tóm­as­dótt­ur, sem vann af­ger­andi sig­ur. Þrjár kon­ur fengu þrjú af hverj­um fjór­um at­kvæð­um, kjós­end­ur Jóns Gn­arr kusu „með hjart­anu“ og fjöldi fram­bjóð­enda fékk mun færri at­kvæði en með­mæli með fram­boði sínu.
Tugir fyrirtækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi nýsköpunarmanna“
4
Greining

Tug­ir fyr­ir­tækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi ný­sköp­un­ar­manna“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Skatt­ur­inn hafa öll bent á að eft­ir­liti með út­greiðslu ný­sköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði, sem voru 1,3 millj­arð­ar króna fyr­ir nokkr­um ár­um en verða 24 millj­arð­ar króna ár­ið 2029, væri veru­lega ábóta­vant. Skatt­ur­inn hef­ur þeg­ar spar­að rík­is­sjóði 210 millj­ón­ir króna með því að gera gjalda­breyt­ing­ar hjá 27 að­il­um sem töldu fram ann­an kostn­að en ný­sköp­un til að fá styrki úr rík­is­sjóði. Einn starfs­mað­ur sinn­ir eft­ir­liti með mála­flokkn­um.
Stendur keik frammi fyrir kjósendum
5
ViðtalForsetakosningar 2024

Stend­ur keik frammi fyr­ir kjós­end­um

Helga Þór­is­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi stend­ur keik frammi fyr­ir kjós­end­um á kjör­dag. Flest­ir í nán­asta um­hverfi Helgu koma úr heil­brigð­is­geir­an­um og um langt skeið kom ekk­ert ann­að til greina en að verða lækn­ir. Þó svo að hún hafi á end­an­um val­ið lög­fræði seg­ir hún að grunn­gildi sín séu að hlúa að sam­fé­lag­inu og gera það betra.
Regnvotur Sunak vonar að hlutirnir geti einungis skánað
10
Greining

Regn­vot­ur Sunak von­ar að hlut­irn­ir geti ein­ung­is skán­að

Eng­inn sér fram á ann­að en mik­inn ósig­ur Íhalds­flokks­ins í Bretlandi, þar með tal­inn Ris­hi Sunak, for­sæt­is­ráð­herra flokks­ins. Sunak boð­aði samt snemm­bún­ar kosn­ing­ar á dög­un­um og verða þær haldn­ar í byrj­un júlí. Mik­il óánægja með dýr­tíð­ar­krísu, kreppu­ástand og óreiðu­kennd­an Íhalds­flokk virð­ist ætla að skila Verka­manna­flokkn­um fyrstu rík­is­stjórn sinni síð­an frá ósigri Gor­dons Brown ár­ið 2010.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
3
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Geðlæknirinn sem hefur upplifað „hæstu hæðirnar og lægstu lægðirnar“
9
Viðtal

Geð­lækn­ir­inn sem hef­ur upp­lif­að „hæstu hæð­irn­ar og lægstu lægð­irn­ar“

Þeg­ar lækn­ir nefndi fyrst við Astrid Freisen, nú geð­lækni á Kleppi, ár­ið 2006 að hún gæti ver­ið með geð­hvörf trúði hún því ekki. Það var ekki fyrr en fjór­um ár­um síð­ar, þeg­ar hún hafði í man­íu synt í ánni Rín, keyrt bíl á rúm­lega 200 kíló­metra hraða og eytt „mjög mikl­um“ pen­ing­um, sem hún var til­bú­in í að við­ur­kenna vand­ann og sækja sér með­ferð. Síð­an þá hef­ur hún gert sitt til þess að berj­ast gegn for­dóm­um gegn fólki með geð­hvörf, með­al ann­ars með nýrri bók þar sem hún seg­ir frá sinni reynslu.
Ruglað saman við Höllu T. og drakk frítt allt kvöldið
10
Allt af létta

Rugl­að sam­an við Höllu T. og drakk frítt allt kvöld­ið

Anna Þóra Björns­dótt­ir vissi ekki hvað­an á sig stæði veðr­ið þeg­ar fólk fór að vinda sér upp að henni fyrr í maí og tjá henni að það ætl­aði að kjósa hana til for­seta Ís­lands. Svo átt­aði hún sig á því hvað væri í gangi, kjós­end­urn­ir héldu að þeir væru að tala við Höllu Tóm­as­dótt­ur for­setafram­bjóð­anda, ekki Önnu Þóru, eig­anda Sjáðu.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
3
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu