Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Faxaflóahafnir ekki fengið upplýsingar um hvort herskip beri kjarnavopn

Öll sveit­ar­fé­lög­in sem að hafna­sam­lag­inu standa hafa lýst því að þau séu frið­lýst fyr­ir kjarn­orku­vopn­um. Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið seg­ir eng­in kjarna­vopn um borð í skip­un­um og vís­ar í þjóðarör­ygg­is­stefnu.

Faxaflóahafnir ekki fengið upplýsingar um hvort herskip beri kjarnavopn
Þyrluflugmóðurskipið Iwo Jima Herskipið er eitt þeirra skipa sem komin eru hingað til lands vegna heræfinganna. Mynd: Wikipedia

Faxaflóahafnir hafa ekki upplýsingar um hvort herskipin sem hingað til lands eru komin í tilefni af varnaræfingu Atlantshafsbandalagsins beri kjarnavopn eða ekki. Það er þrátt fyrir að öll sveitarfélögin fimm sem standa að sameignarfélaginu hafi lýst því yfir að þau séu kjarnorkuvopnalaus svæði og friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum. Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að þar á bæ hafi menn engin úrræði til að meina skipum að koma til hafnar á slíkum forsendum; slíkt sé á hendi utanríkisráðuneytisins. Hjá utanríkisráðuneytinu fást þær upplýsingar að umrædd skip séu ekki búin kjarnavopnum.

Níu herskip koma hingað til lands vegna varnaræfingar Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018. Skipin komu hingað til lands í gær og í dag og munu þau liggja við Sundahöfn og Gömul höfnina fram á sunnudag.

Öll sveitarfélögin sem eiga Faxaflóahafnir, Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur og Borgarbyggð, hafa lýst því að þau séu kjarnorkuvopnalaus svæði. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir í samtali við Stundina að Faxaflóahafnir hafi ekki fengið upplýsingar um hvort umrædd herskip beri kjarnavopn né hafi verið kallað eftir þeim upplýsingum. „Það er utanríkisráðuneytið sem að gengur úr skugga um að þetta séu skip sem ekki stafi einhver sérstakur háski af.“

Spurður hvort Faxaflóahafnir fái sérstaklega upplýsingar frá ráðuneytinu um hvort skipin séu kjarnorkuvopnalaus svarar Gísli: „Ekki sérstaklega. Það á við um þessi skip, sem og önnur skip, að við höfum ekki sérstakar upplýsingar um farm eða annan búnað,“ segir Gísli og segir jafnframt að það sé ekki á valdi Faxaflóahafna að banna skipum að koma í hafnir félagsins nema því aðeins að fá flöggun um það frá öðrum aðilum.

Utanríkisráðuneytið svaraði fyrirspurn Stundarinnar um það hvort herskipin bæru kjarnavopn með eftirfarandi hætti: „Engin kjarnavopn eru um borð í þeim skipum sem hafa viðkomu á Íslandi vegna þátttöku í varnaræfingunni Trident Juncture 2018. Fyrir liggur samkvæmt þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland, sem samþykkt var á Alþingi árið 2016, að Ísland og íslensk landhelgi eru friðlýst fyrir kjarnavopnum að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga. Þátttökuríki í Trident Juncture eru mjög meðvituð um þá stefnu stjórnvalda og virða hana, auk þess sem þættir varnaræfingarinnar hér við land kalla á engan hátt á viðveru slíkra vopna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jesús Kristur breytti lífinu
1
Fólkið í borginni

Jesús Krist­ur breytti líf­inu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.
Spyr hvort fyrirtæki og almenningur eigi að kaupa rándýra orku af stóriðjunni
2
Fréttir

Spyr hvort fyr­ir­tæki og al­menn­ing­ur eigi að kaupa rán­dýra orku af stór­iðj­unni

For­stjóri stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is Ís­lands gagn­rýn­ir harð­lega hug­mynd­ir um að leysa eigi skort á um­framorku til fiski­mjöls­verk­smiðja, með því að neyða fyr­ir­tæk­in og neyt­end­ur í við­skipti við stór­iðj­ur lands­ins, fyr­ir upp­sprengt verð. Til­laga um að stór­iðj­an fái að selja frá sér ónýtta orku, sem hún fær í gegn­um lang­tíma­samn­inga, ligg­ur nú fyr­ir Al­þingi.
ASÍ segir stjórnvöldum hafa mistekist að standa vörð um orkuinnviði
6
Fréttir

ASÍ seg­ir stjórn­völd­um hafa mistek­ist að standa vörð um orku­inn­viði

ASÍ ger­ir al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við frum­varp um breyt­ingu á raf­orku­lög­um, þrátt fyr­ir að hafa ekki ver­ið send um­sagn­ar­beiðni. „Sú stað­reynd að skömmt­un raf­orku er til um­ræðu er til marks um að stjórn­völd­um hafi mistek­ist að standa vörð um orku­inn­viði og þar með hags­muni al­menn­ings,“ seg­ir m.a. í um­sögn­inni.
Fótbolta- og óperuklisjur gegn loftslagsvánni
9
Menning

Fót­bolta- og óperuklisj­ur gegn lofts­lags­vánni

Sigrún Gyða Sveins­dótt­ir gjörn­ingalista­mað­ur hef­ur eng­an áhuga á fót­bolta en síð­ustu tvö ár hef­ur hún helg­að líf sitt bolt­an­um. Afrakst­ur þeirr­ar vinnu, óper­an Skjóta, lít­ur nú dags­ins ljós og er til­raun henn­ar til að setja lofts­lags­vána í bún­ing sem marg­ir elska og líkja leikn­um við af­mark­að­an tíma til ákvarð­ana­töku í lofts­lags­mál­um.
Máttur nostalgíunnar sem dregur miðaldra fólk á stórtónleika
10
Menning

Mátt­ur nostal­g­í­unn­ar sem dreg­ur mið­aldra fólk á stór­tón­leika

Fjöl­mennt var ný­ver­ið á alda­móta­tón­leika Sel­foss popps­ins, hús­fyll­ir var á stór­tón­leika Mín­us og Laug­ards­höll var sprengd af XXX Rottweiler hund­um sem tróðu þar upp ný­lega. Tónlist alda­móta­kyn­slóð­ar­inn­ar virð­ist hafa upp­lif­að end­ur­nýj­un lífdaga, en þar sam­ein­ast í áhorf­enda­skar­an­um nostal­g­íu­drif­ið mið­aldra fólk við hlið yngri kyn­slóða sem þekkja tón­list­ina bara í gegn­um streym­isveit­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tugir fyrirtækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi nýsköpunarmanna“
2
Greining

Tug­ir fyr­ir­tækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi ný­sköp­un­ar­manna“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Skatt­ur­inn hafa öll bent á að eft­ir­liti með út­greiðslu ný­sköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði, sem voru 1,3 millj­arð­ar króna fyr­ir nokkr­um ár­um en verða 24 millj­arð­ar króna ár­ið 2029, væri veru­lega ábóta­vant. Skatt­ur­inn hef­ur þeg­ar spar­að rík­is­sjóði 210 millj­ón­ir króna með því að gera gjalda­breyt­ing­ar hjá 27 að­il­um sem töldu fram ann­an kostn­að en ný­sköp­un til að fá styrki úr rík­is­sjóði. Einn starfs­mað­ur sinn­ir eft­ir­liti með mála­flokkn­um.
Segir banaslys við Reykjanesvirkjun „alveg á mörkunum að vera gáleysisdráp“
6
Rannsókn

Seg­ir bana­slys við Reykja­nes­virkj­un „al­veg á mörk­un­um að vera gá­leys­is­dráp“

Slys varð ár­ið 2017 í Reykja­nes­virkj­un. Einn mað­ur lést og ann­ar var hætt kom­inn af völd­um eitr­un­ar vegna brenni­steinsvetn­is. Gas­ið komst í gegn­um neyslu­vatns­lögn sem HS Orka hafði nýtt til að kæla bor­holu. Áð­ur óbirt­ar nið­ur­stöð­ur í rann­sókn Vinnu­eft­ir­lits­ins varpa ljósi á al­var­legt gá­leysi í verklagi. Svip­að at­vik átti sér stað ár­ið 2013, gas komst upp úr sömu bor­holu og inn í neyslu­vatns­kerf­ið, en HS Orka lag­aði ekki vanda­mál­ið.
Velgjörðarmenn Elliða hafa bæði hagsmuni af námum í sjó og á landi
8
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Vel­gjörð­ar­menn Ell­iða hafa bæði hags­muni af nám­um í sjó og á landi

Ein­ar Sig­urðs­son og Hrólf­ur Öl­vis­son námu­fjár­fest­ar hafa fjöl­þættra hags­muna að gæta af því að möl­un­ar­verk­smiðja Heidel­berg rísi í Ölfusi og að fyr­ir­tæk­ið fái að vinna efni af hafs­botni við Land­eyj­ar. Elliði Vign­is­son seg­ir til­gát­ur um hags­muna­árekstra tengda námu­fjár­fest­un­um lang­sótt­ar. Harð­ar deil­ur eru um verk­smiðj­una og efnis­tök­una.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
4
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
10
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár