Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
Hefði orðið skelfing Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir að sala prentaðra bóka hafi dregist mikið saman og telur að án endurgreiðslunnar núna væri staðan skelfileg. Mynd: Golli

Það er mikil áskorun að gefa út bækur núna. Salan á nýjum bókum í prentuðu formi hefur dregist mjög mikið saman og hratt,segir Sigþrúður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Forlagsins í viðtali við Heimildina.  Þessi þróun hefur gerst hratt.

Þá berst talið að áhrifum þess að lög um endurgreiðslu vegna útgáfu bóka á íslensku tóku gildi – til þess ætluð að efla bókaútgáfu með því að styðja við bókaútgefendur með endurgreiðslu á hluta útgáfukostnaðar. Sigþrúður segir endurgreiðsluna hafa skipt sköpum á undanförnum árum eftir að sala á prentuðum bókum fór að dragast saman. Þá vó hún upp á móti og gerði að verkum að áfram var hægt að gefa út metnaðarfullar bækur.

Annað tekjumódel fyrir útgefendur og höfunda

 Af tilviljun opnaði hún nýlega á að giska tíu ára gamlan sölulista og segir að sláandi munur hafi verið á söluhæstu bókunum þá og nú. Þáttur í dvínandi sölu er hljóðbókavæðingin. Lesturinn hefur auðvitað að einhverju leyti flust yfir í hljóðbækur, mest á ýmiss konar léttum bókmenntum og afþreyingu en líka öðru efni. Þetta þýðir allt annað tekjumódel fyrir útgefendur og höfunda. Þetta er breyting sem er að gerast alls staðar í kringum okkur og útgefendur eiga mjög erfitt með að stýra. En við reynum auðvitað að láta þróunina ganga upp, bæði fyrir okkur og aðra sem að verkunum koma. Við erum að læra á þetta.

Sigþrúður segir söluna á skáldsögum fyrir jólin til dæmis hafa minnkað mjög mikið: ... frá því að ég hóf störf í bókaútgáfu, sem þýðir að það er erfiðara að taka áhættu. Færri bækur draga vagninn.Hún tekur fram að salan hafi verið farin að dala mikið áður en hljóðbækurnar tóku flugið hér á landi svo það sé ekki eina skýringin. Og talsvert af hlustuninni hefði líklega aldrei skilað sér í lestri. Að sumu leyti er tvennt ólíkt að lesa á pappír og hlusta, og margir telja að hópurinn sem hlustar hafi ekki endilega lesið mikið áður en hljóðbækur urðu svona aðgengilegar, en það er erfitt að vita fyrir víst.

„Það er mikil áskorun að gefa út bækur núna. Salan á nýjum bókum í prentuðu formi hefur dregist mjög mikið saman og hratt,“
Sigþrúður Gunnarsdóttir

Staðan væri skelfileg

Sigþrúður telur að án endurgreiðslunnar núna væri staðan skelfileg. Nýlega hafi verið tekin saman skýrsla á vegum Menningar- og viðskiptaráðuneytisins um áhrif þessara laga sem sýni ótvírætt:  að án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið.

Þess í stað kom í ljós að útgáfan hafði eflst á sumum sviðum þau þrjú ár sem fyrirkomulagið hafði verið við lýði. Einkum útgáfa á íslenskum skáldverkum og barnabókum. Sama samantekt leiddi hins vegar í ljós að þýðingum fækkar og sala á þeim stendur alls ekki undir kostnaði. Og það er auðvitað ekki gott fyrir örmarkað eins og okkar. Við þurfum að fá þýðingar, helst frá sem fjölbreyttustum svæðum.

 Grunnurinn að tungumálinu og viðfangi þess

Sigþrúður áréttar að endurgreiðslan sé ekki kostnaðarsöm í samanburði við sambærilegan stuðning við aðrar listgreinar, ekki síst kvikmyndaiðnaðinn.

Miðað við hvað bókmenntir eru mikil undirstaða undir annað og um leið rótin að sjálfsmynd okkar. Og auðvitað grunnurinn að tungumálinu og viðfangi þess, segir hún og bendir auk þess á afleidd störf, þar sem margir komi að gerð hverrar bókar: ... hönnuðir, sölufólk, þeir sem sjá um framleiðslu framleiðslu, bóksalar og svo framvegis.

Hún segir Forlagið ekki vaxa í þeim skilningi að útgáfubókum fjölgi. Markaður sé að dragast saman og þá sé ekki hægt að gefa út endalaust af bókum. Forlagið standi samt styrkum fótum og ráði við flókin verkefni.

Við þurfum samt alltaf að vera á tánum til að staðna ekki, rétt eins og allir útgefendur alls staðar í heiminum. Það er dýrt að gefa út bók sem enginn vill kaupa.

 Forlagið er langstærsta bókaútgáfa landsins en það er ekki sjálfgefið að slíkur rekstur gangi vel. Bókaútgáfa hér á landi hefur í gegnum tíðina notið sérkennilega lítilla styrkja miðað við hvað umhverfið er krefjandi. Hvað við erum að gefa út fyrir ofboðslega lítið málsamfélag. Þegar salan fór að dragast saman var mjög erfitt að láta útgáfuna bera sig. Það er enginn sem grípur okkur ef við eyðum um efni fram.

„Bæði höfundar og útgefendur þurfa opinberan stuðning, við þurfum að fjárfesta í menningunni og tungumálinu.”
Margrét Tryggvadóttir

 

Margrét TryggvadóttirFormaður Rithöfundasambands Íslands.

Íslenskan er örtungumál í útrýmingarhættu

Í svipaðan streng tekur formaður Rithöfundasambands Íslands, Margrét Tryggvadóttir, aðspurð um vægi endurgreiðslnakerfisins: „Endurgreiðslurnar eru mikilvægur stuðningur til bókmennta og bókaútgáfu á Íslandi eins og annar opinber stuðningur. Íslenskan er örtungumál í útrýmingarhættu og við getum ekki látið markaðslögmálunum það eftir að ráða örlögum hennar. Við þurfum að geta notað tungumálið á öllum sviðum mannlífsins og öflug bókmenning skiptir þar höfuðmáli. Bæði höfundar og útgefendur þurfa opinberan stuðning, við þurfum að fjárfesta í menningunni og tungumálinu.”

 Sigþrúður leggur jafnframt áherslu á mikilvægi bókaútgáfu fyrir tungumálið. Þetta er okkar tungumál. Ef við ætlum að tjá okkur um alla mögulega hluti verðum við að gera það á því tungumáli sem við kunnum best. Og ef við ætlum að halda tungumálinu lifandi verðum við að skrifa á því.

 Viðtalið við Sigþrúði má lesa í heild sinni hér.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
5
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
8
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Viktor Traustason tekur lítið mark á skoðanakönnunum
9
Fréttir

Vikt­or Trausta­son tek­ur lít­ið mark á skoð­ana­könn­un­um

Vikt­or Trausta­son for­setafram­bjóð­andi seg­ist taka lít­ið mark skoð­ana­könn­un­um enn sem kom­ið er. Í síð­asta þætti Pressu mætti Vikt­or ásamt öðr­um fram­bjóð­end­um til þess að ræða fram­boð sitt og helstu stefnu­mál sín. Vikt­or tel­ur sig geta náð kjöri og benti á að flest­ar kann­an­ir hafi ver­ið fram­kvæmd­ar áð­ur en hon­um gafst tæki­færi á að kynna sig fyr­ir kjós­end­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
9
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár