Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Tvíkynja hérar tákn páska — og Maríu guðsmóður líka?

Tvíkynja hérar tákn páska — og Maríu guðsmóður líka?
Kanínur voru taldar svo frjósamar að það væri ekki alveg eðlilegt! María guðsmóðir þurfti sannarlega ekki á venjulegum karli að halda til að verða barnshafandi, ef rétt er greint frá málum í Biblíunni.

„Af hverju er kanínur, nú eða frændur þeirra hérar, tákn páskanna?“

Svarið við þeirri spurningu er í aðra röndina mjög einfalt. Páskarnir eru í grunninn vorhátíð sem haldin er til að fagna því að líf er að kvikna í jörðinni eftir (mis)langan vetur. Í kristinni trú er það túlkað með dauða en síðan upprisu guðssonarins.

En líf kviknar ekki aðeins í jurtum og guðum á vorin, líka í dýraríkinu, og þar eð kanínur og hérar (sem ekki var gerður mikill greinarmunur á hér fyrrum) eru meðal allra frjósömustu dýra, þá var ekki óeðlilegt að þau dýr og ungar þeirra yrðu sérstök tákn vorsins.

Kanínur og hérar hafa verið sérstök tákn um frjósemi allar götur síðan á dögum Rómverja og jafnvel fyrr. Í Náttúrufræði rómverska fræðimannsins Pliníusar eldra, sem uppi var á fyrstu öld ET (eftir upphaf tímatals okkar) og fórst í gosinu sem lagði borgina Pompeii í eyði árið 79, er skemmtilegur kafli um kanínur og héra sem leiðir þetta vel í ljós.

Lifa hérar á snjó?

Og það er kannski ekki á almanna vitorði að þessi dýr voru gjarnan talin tvíkynja og kvendýrin þyrftu því ekki atbeina karldýrs til að eignast þau afkvæmi sem allt fylltist af á vorin.

Í Náttúrufræði Pliníusar segir:

„Til eru margar tegundir af hérum. Hérar sem búa í Ölpunum eru hvítir og menn ætla að yfir vetrartímann lifi þeir á snjó. Svo mikið er víst að að þegar snjórinn fer að bráðna á hverju vori, þá taka hérarnir á sig rauðleitan blæ. Hérar lifa annars í margskonar loftslagi og láta öfgar í veðri ekki á sig fá.

Til er á Spáni hérategund sem kallast kanína. Hún er þekkt fyrir að vera einstaklega frjósöm og gefur valdið hungursneyð á Balearaeyjum [Mallorca og nálægum eyjum] með því að eyðileggja kornuppskeru. Ungar kanínur, sem rifnar eru úr móðurkviði eða eru enn á speni rétt eftir fæðingu, eru sérstaklega gómsætar til matar, sér í lagi ef iðrin eru ekki fjarlægð [...]

Skar Ágústus upp herör gegn kanínum?

Alkunna er að íbúar á Balearaeyjum sendu bænaskrá til Ágústusar sáluga keisara þar sem hann var beðinn um að senda þeim hermenn til að vinna á kanínunum og koma í veg fyrir allt of mikla fjölgun þeirra.

Minkurinn er í miklum metum vegna þess hve leikinn hann er í að vinna á kanínum. Minknum er troðið niður í kanínuholur sem ævinlega hafa marga útganga og þegar kanínurnar flýja minkinn eru þær hirtar upp við útgangana.

Í skrifum Archelausar um hérann má lesa að skítagötin á líkama hans séu alltaf jafnmörg og árin sem hann hefur lifað, en það hefur nú komið í ljós að það stemmir ekki alltaf.

Archelaus segir líka að hver héri hafi á líkama sínum einkenni bæði karldýrs og kvendýrs og hérakerling geti því eignast unga alveg án aðstoðar karldýrs. Þetta er ráðstöfun náttúrunnar okkur til hagsbóta, því með þessu verður þetta meinleysisdýr sem er svo vel ætileg afar frjósamt. Hérar og kanínur eru einu dýrin sem geta um leið og þau eru með einn unga á spena, verið með annan loðinn í kviði, þann þriðja ennþá alveg hárlausan og þann fjórða örsmáan og nýorðinn til.

Reynt hefur verið að búa til einhvers konar efni úr hárum þessara dýra en það er þá ekki eins mjúkt og meðan það liggur á húð dýrsins sjálfs og af því hárin eru svo stutt leystist slíkt efni fljótt upp.

Hérar eru sjaldan tamdir en samt er nú varla hægt að kalla þá villidýr heldur, heldur liggur eðli þeirra einhvers staðar þar á milli, rétt eins og segja má um marga fugla, svölur og býflugur og höfrunga meðal sjávardýra.“

Kanínur og María

Það sem Pliníus hefur eftir Archelausi um að kvendýr kanína og héra gætu eignast afkvæmi með sjálfum sér varð svo til þess að á tímabili, eftir að kristindómurinn kom til sögunnar, þá voru þessi dýr talin í sérstökum tengslum við Maríu guðsmóður — einfaldlega vegna þess að hún var líka sögð hafa eignast afkvæmni (Jesú sjálfan) án þess að venjulegur karlmaður hafi komið þar við sögu.

Þau tengsl hafa þau dofnað á seinni öldum og er altént lítt haldið á lofti en eftir standa sérstök tengsl þessara frjósömu dýra við upprisuhátíð Jesúa frá Nasaret.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...
Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
2
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
5
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
6
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
7
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
9
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár