Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þakkir foreldra til ljósmæðra

Fjöl­marg­ir for­eldr­ar hafa sagt frá reynslu sinni af ljós­mæðr­um í Face­book-hópn­um „Mæð­ur & feð­ur standa með ljós­mæðr­um!“. Eft­ir­tald­ar sög­ur er að finna þar og eru birt­ar með leyfi við­kom­andi.

Þakkir foreldra til ljósmæðra

„Án þeirra hefði kannski annar tvíburinn ekki lifað þetta af“

Ofboðslega þakklátLísbet Reykjalín er þeim ljósmæðrum sem aðstoðuðu hana við að koma tvíburunum í heiminn ofboðslega þakklát.

„Ég er ofboðslega þakklát þeim ljósmæðrum sem aðstoðuðu mig við að koma tvíburunum okkar hjóna í heiminn, ég á þeim allt að þakka. Fagleg vinnubrögð alla leið! Þær létu mér líða vel þrátt fyrir mikla óvissu um hvað ég væri að fara út í og höfðu þannig viðmót að ég gat lagt allt mitt traust á þær. Þetta var ekki auðvelt því það þurfti stöðugt að vera að meta lífsmörk beggja strákanna á sama tíma og þær voru að reyna að koma öðrum þeirra út, en þeim tókst líka, á sama tíma, að hugsa um mína líðan, láta mér líða vel og finna öryggi. Þetta varð til þess að þegar það þurfti að kalla rauðan keisara og hlaupa með mig eins hratt og fætur toguðu niður á skurðdeild sjúkrahússins á Akureyri, þá gat ég lokað augunum og enn og aftur lagt allt mitt traust á fagfólkið, að lífi stráksins sem var í hættu yrði bjargað. Það tókst og við fjölskyldan gengum út af sjúkrahúsinu viku seinna með fullkomna tvíbura, búin að fá áfallahjálp og faglega ráðgjöf varðandi það hvernig fæðingin endaði og hvers vegna, búin að fá aðstoð og ráðgjöf varðandi brjóstagjöf, sem gekk erfiðlega í byrjun, en þökk sé þeim þá náði ég að hafa báða á brjósti í ár og búin að ná mér að mestu líkamlega eftir átökin.

Var í lífshættuAnnar sonur Lísbetar Reykjalín var um stund í lífshættu í fæðingunni, en hún lagði allt sitt traust á fagfólkið og var lífi hans bjargað.

Ég á bara ekki orð til að lýsa þakklæti mínu, án þeirra hefði kannski annar tvíburinn ekki lifað þetta af.“

- Lísbet Reykjalín

„Studdu mig andlega þar til kom að fæðingu“

Jóhanna Villimey JónsdóttirNokkrum vikum fyrir fæðingu kom í ljós að dóttir Jóhönnu var með sjaldgæfan sjúkdóm.

„Þremur vikum sirka fyrir settan dag hjá mér kemur í ljós að barnið er með sjúkdóm sem kallast diaphragm hernia. Öll líffæri og þarmar voru uppi í brjóstholi og hafði aðeins annað lungað náð að þroskast. Við tók mjög erfiður tími þar sem vitað var að barnið þyrfti strax að fara í aðgerð og yrði það tvísýnt. Voru það ljósmæðurnar sem studdu mig andlega þar til kom að fæðingu. Þann 2. nóvember 2003 eignast ég frumburð minn, dásamlega stúlku sem stóð sig svo eins og hetja og plummaði sig.“

- Jóhanna Villimey Jónsdóttir

Tárast við tilhugsunina

„Ég á tvær dætur fæddar 2014 og 2016. Í bæði skiptin fór ég í gegnum fjórar ljósmæðravaktir og endaði í bráðakeisara. Það var lífsreynsla út af fyrir sig en allan tímann var ég róleg, enda vissi ég að ég væri í öruggum höndum. Þessar ljósmæður sem önnuðust mig voru hver annarri betri.

Í öruggum höndumÁstríður Viðarsdóttir segist hafa verið róleg allan tímann í fæðingunum tveimur, því hún vissi að hún væri í öruggum höndum.

Að öðrum ólöstum, stóðu þær Stella I. Steinþórsdóttir og Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir upp úr. 

Stella sat yfir mér þegar ég átti eldri dóttur mína. Ég tárast þegar ég hugsa til þess hvernig hún lagði sig alla fram og veitti mér stuðning og klappaði mér á kinnina og hvatti mig áfram þegar ég var alveg við það að bugast. 

Endaði tvisvar í bráðakeisaraDætur Ástríðar Viðarsdóttur fæddust árin 2014 og 2016, en í bæði skiptin fór hún í gegnum fjórar ljósmæðravaktir og endaði í bráðakeisara.

Ingibjörg Ýr var svo með mér þegar ég átti yngri dóttur mína, en hún kom á vaktina eins og ferskur andblær. Hún, eins og Stella, vildi allt fyrir mig gera og ég man sérstaklega eftir einu atviki þegar hún spyr mig hvort ég vilji ekki fá smá fótanudd. Ég átti ekki til orð, þetta kom mér svo á óvart. Hún sem hafði meira en nóg að gera setti rólega tónlist á og nuddaði á mér fæturna. Ingibjörg annaðist mig svo í heimaþjónustunni og ég sannarlega hlakkaði til að fá hana í hvert sinn.“ 

- Ástríður Viðarsdóttir

„Þær björguðu lífi mínu“

Blæddi nær útAnna Silvía segist eiga ljósmæðrum líf sitt að launa.

„Stuttu eftir að fullkomna litla stúlkan mín kom í heiminn byrjaði að blæða ALLsvakalega. Herbergið fylltist af ljósmæðrum á örskotsstundu sem héldu mér niðri á meðan þær björguðu lífi mínu. Hnefi inn í legið og hendi á móti til að örva legið til að dragast saman. Verkjalyfjalaust er þetta ÓGEÐSLEGA vont. 100× verra en hríðir! 

Á meðan ég fjaraði út af blóðleysi og þreytu, kvaddi fjölskyldu mína í huganum, fékk ég skyndilega kinnhest frá einni ljósmóður. Hún sagði mér að minn tími væri ekki kominn og að þær væru að ná mér til baka. Við að heyra það efldist ég aftur upp og hlustaði á hana tala mig til baka. Ég kom til baka!

Ég á líf mitt ykkur að þakka.“

- Anna Silvía

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grátrana sást á Vestfjörðum
1
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
5
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Borgin sökuð um ráðríki og samráðsleysi gagnvart íbúum í Laugardal
7
Fréttir

Borg­in sök­uð um ráð­ríki og sam­ráðs­leysi gagn­vart íbú­um í Laug­ar­dal

Ákvörð­un Reykja­vík­ur­borg­ar um að falla frá áform­um um við­hald og upp­bygg­ingu á við­bygg­ing­um við grunn­skóla í Laug­ar­daln­um hef­ur vak­ið hörð við­brögð með­al margra sem koma að mál­inu sem saka borg­ar­yf­ir­völd um svik og sýnd­ar­mennsku. Nú til að reisa nýj­an skóla sem mun þjón­usta nem­end­ur á ung­linga­stigi frá skól­un­um þrem­ur.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
8
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár