Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forsetinn ætlar ekki að tjá sig

Guðni Th. Jó­hann­es­son mun ekki tjá sig um mál karl­manns sem var dæmd­ur ár­ið 2004 fyr­ir að nauðga stjúp­dótt­ur sinni nær dag­lega í 12 ár og fékk upp­reist æru í fyrra. „For­set­inn hef­ur þeg­ar tjáð sig um upp­reist æru og máls­með­ferð­ina al­mennt,“ seg­ir Örn­ólf­ur Thors­son for­seta­rit­ari.

Forsetinn ætlar ekki að tjá sig

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ætlar ekki að tjá sig um veitingu uppreistar æru til barnaníðings sem dæmdur var árið 2004 fyrir að hafa misnotað stjúpdóttur sína í 12 ár frá því hún var um fimm ára gömul. Ólöf Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, lagði til í fyrra að maðurinn fengi uppreist æru og óflekkað mannorð. Forseti undirritaði tillöguna, í samræmi við viðteknar stjórnskipunarvenjur, þann 16. september, sama dag og barnaníðingurinn Robert Downey fékk uppreist æru. 

„Forsetinn hefur þegar tjáð sig um uppreist æru og málsmeðferðina almennt og mun ekki tjá sig frekar um málsatvik að því er varðar einstaklinga sem fengið hafa uppreist æru,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari í samtali við Stundina. Vísar hann þar til þess þegar Guðni tjáði sig um málefni Roberts Downey eftir að einn af brotaþolum mannsins hafði kallað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni.

Guðni steig þá fram í fjölmiðlum og benti á að ákvörðun um uppreist æru væri ekki tekin af honum sjálfum heldur í innanríkisráðuneytinu. Hann sagðist miður sín yfir máli Roberts Downey, ekki vera að biðja um vorkunn en óska eftir að fólk sýndi sér sanngirni að teknu tilliti til málsmeðferðarinnar. Aðspurður, í samtali við DV, hvað myndi gerast ef hann neitaði að skrifa undir tillögu um uppreist æru sagði Guðni að engin fordæmi væru fyrir slíku. „Hugsanlega yrði ég sakaður um stjórnarskrárbrot. Hugsanlega yrði ég sakaður um lagabrot, því þessi maður, samkvæmt lögum uppfyllir öll skilyrði til að fá uppreist æru. Látum þetta mál þá verða til þess að breyta því sem fólkið í landinu vill breyta. Ég vil breyta því. Ég á nóg með bera ábyrgð á mínum eigin ákvörðunum þó að ég þurfi ekki að bera ábyrgð á því sem er ákveðið annar staðar samkvæmt lögum og hefðum. Ég myndi vilja breyta lögum um völd og verksvið forseta Íslands.“

Sem kunnugt er bera ráðherrar ábyrgð á stjórnarathöfnum öllum samkvæmt stjórnarskrá en forseti veitir þeim gildi með undirskrift sinni.

Maðurinn sem Stundin fjallaði um í dag var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi árið 2004 fyrir að hafa nauðgað stjúpdóttur sinni nær daglega frá því hún var um 5 ára gömul þar til hún var tæplega 18 ára. Um er að ræða þyngsta dóm sem fallið hafði vegna kynferðisbrota gegn barni á þessum tíma, en Hæstiréttur taldi manninn hafa misnotað freklega vald sitt yfir stúlkunni sem stjúpfaðir, brotið ítrekað og gróflega gegn henni og valdið henni djúpstæðum skaða. Hann fékk uppreist æru þann 16. september síðastliðinn, sama dag og Robert Downey, sem var dæmdur fyrir að brjóta kynferðislega gegn fimm stúlkum, meðal annars meðan hann var um sextugt en stúlkurnar á unglingsaldri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.
Segist hafa fengið „gríðarlegan stuðning“ eftir sýknudóminn
FréttirKynferðisbrot

Seg­ist hafa feng­ið „gríð­ar­leg­an stuðn­ing“ eft­ir sýknu­dóm­inn

Mað­ur á sex­tugs­aldri sem ját­aði að hafa strok­ið þroska­skertri konu með kyn­ferð­is­leg­um hætti og lát­ið hana snerta lim sinn ut­an klæða var sýkn­að­ur í Hér­aðs­dómi Suð­ur­lands ár­ið 2017. Hann er ánægð­ur með með­ferð­ina sem hann fékk í ís­lensku rétt­ar­kerfi. „Ég var í sam­bandi við móð­ur stúlk­unn­ar með­an á þessu stóð og þau buðu mér heim í kaffi,“ seg­ir hann.

Mest lesið

„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
7
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu