Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Sérbýli hækkað um 12 milljónir frá rýmingu Grindavíkur

Með­al­kaup­verð sér­býl­is í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hef­ur hækk­að úr 68 millj­ón­um króna í nóv­em­ber í tæp­ar 80 millj­ón­ir króna. Skýr­ing­in er hús­næð­isneyð Grind­vík­inga. Nokkr­ir þeirra við Heim­ild­ina að reynt sé að græða á þeim.

Sérbýli hækkað um 12 milljónir frá rýmingu Grindavíkur
Eldgos Í janúar flæddi hraun að nyrstu byggðum Grindavíkur og eyðilagði þrjú hús. Mun fleiri hús í bænum eru skemmd og ríkið hefur ákveðið að kaupa hús af Grindvíkingum, óski þeir þess. Mynd: Golli

Ný vísitala íbúðaverðs og meðalverð úr kaupsamningum benda til skarprar verðhækkunar á  íbúðum í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Velta á íbúðamarkaði nálægt höfuðborgarsvæðinu hefur ekki aukist jafn mikið á milli mánaða frá upphafi mælinga í janúar árið 2014.

HMS telur að íbúðakaup Grindvíkinga hafi haft áhrif á fasteignamarkaðinn í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og gætu áhrifin orðið meiri á næstu mánuðum. Íbúðamarkaðurinn í nágrenni höfuðborgarsvæðisins tók kipp í febrúar með miklum verðhækkunum og mikilli fjölgun kaupsamninga. HMS telur að áhrifin megi rekja til íbúðakaupa Grindvíkinga í mánuðinum og að íbúðakaupin muni ýta undir verðþrýstingi á markaði næstu mánuði.

HMS greindi frá því fyrr í vikunni að ný vísitala íbúðaverðs á landinu öllu hefði  hækkað um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar. Þar vó verðhækkun á fjölbýlishúsum þungt, en undirvísitala fjölbýlishúsa á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um  2,1 prósent á milli mánaða, á meðan undirvísitala fjölbýlishúsa á landsbyggðinni hækkaði um 6,4 prósent á milli mánaða.

Sérbýlin hækka mest

Ef litið er til útgefinna kaupsamninga í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins má sjá skarpar verðhækkanir, en þar hækkaði meðalverð á seldri íbúð úr 61,6 milljónum króna í janúar í tæpar 65 milljónir króna í febrúar. Mest hefur verðhækkunin orðið á sérbýlishúsum á svæðinu, en meðalkaupverð þeirra hefur hækkað úr 68 milljónum króna í nóvember 2023 í tæpar 80 milljónir króna í febrúar 2024.

Á höfuðborgarsvæðinu hækkaði meðalverð í kaupsamningum einnig, en þó mun minna. Þar nam meðalkaupverðið 78,3 milljónum króna í febrúar, miðað við 78 milljónir króna í janúar.

Kaup­samn­ing­um fjölg­ar og velt­an eykst

Mun fleiri kaupsamningar voru gefnir út í febrúar heldur en í janúar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Fjöldi þeirra rúmlega tvöfaldaðist á tímabilinu, eða úr 74 í janúar í 164 í febrúar. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði kaupsamningum einnig, úr 332 í janúar í 491 í febrúar.

Vegna hærra verðs og fleiri kaupsamninga jókst veltan töluvert á íbúðamarkaði á milli mánaða í febrúar, eða úr 26 í 38 milljarða á höfuðborgarsvæðinu og úr 5 í 11 milljarða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Veltan hefur ekki aukist jafnmikið á milli mánaða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins frá upphafi mælinga í janúar 2014.

„HMS telur að aukin virkni á íbúðamarkaðnum á suðvesturhorninu sé tilkomin vegna íbúðakaupa Grindvíkinga í febrúar,“ segir í samantekt stofnunarinnar. Alþingi samþykkti lög um kaup ríkisstjórnarinnar á íbúðarhúsnæði í bænum þann 23. febrúar. Tæplega 900 íbúðaeigendur sem áttu lögheimili í Grindavík geta því selt fasteignir sínar til ríkisins og keypt aðra íbúð á fasteignamarkaði.

„Íbúðakaup Grindvíkinga geta aukið verðþrýsting á íbúðum á  íbúðamarkaði í nágrenni höfuðborgarsvæðis á næstu mánuðum,“ segir í samantekt HMS. 

Heimildin ræddi nýverið við Grindvíkinga sem eru í húsnæðisleit í Reykjanesbæ. Sögðu þeir allir að verð hafi hækkað mikið á örfáum vikum. Fasteignamarkaðurinn er „í tómu rugli“ sagði einn þeirra. „Því miður þá eru Grindvíkingar, vinir, að berjast um sömu húsin,“ sagði annar. „Það er bara verið að græða á okkur,“ sagði sá þriðji.

Viðtölin má lesa hér.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
2
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Kom­ið á óvart í stað þess að valda okk­ur von­brigð­um

Allt stefn­ir í að næsti for­seti lands­ins verði kos­inn með um fjórð­ungi at­kvæða. Það er svip­að hlut­fall og stærsti flokk­ur­inn í síð­ustu þing­kosn­ing­um fékk, ekki langt frá þeim fjölda sem treyst­ir Al­þingi og rík­is­stjórn­inni og mun fleiri en treysta nýj­asta for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­inn­ar. Ís­land er sundr­uð þjóð sem hef­ur glat­að trausti sínu á ráða­menn. Það er þeirra að vinna það aft­ur.
Með sigg í lófunum og sigg á sálinni
7
ViðtalForsetakosningar 2024

Með sigg í lóf­un­um og sigg á sál­inni

Vikt­or Trausta­son for­setafram­bjóð­andi veit bæði hvernig það er að borða ókeyp­is 1944-rétti í heila viku vegna pen­inga­skorts og lifa við fjár­hags­legt ör­yggi. Þrátt fyr­ir að vera með meist­ara­gráðu í hag­fræði hef­ur hann að mestu ver­ið í störf­um sem hafa lófa­sigg sem fylgi­fisk. Vikt­or – sem seg­ist hafa ver­ið bú­inn að senda út á ann­að þús­und at­vinnu­um­sókn­ir þeg­ar hann ákvað að fara í fram­boð – ætl­ar að vinna í fiski í sum­ar, sama hvort hann verð­ur for­seti Ís­lands eð­ur ei og gef­ur lít­ið fyr­ir skoð­anakann­an­ir sem spá hon­um inn­an við eitt pró­sent at­kvæða.
Löngu lækkunarskeiði í raunverði íbúða lokið
9
FréttirHúsnæðismál

Löngu lækk­un­ar­skeiði í raun­verði íbúða lok­ið

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un kynnti ný­ver­ið nýtt fast­eigna­mat fyr­ir ár­ið 2025. Heild­armat á íbúð­um lands­ins allt hækk­aði um 3,2 pró­sent. Mun þetta vera í fyrsta sinn síð­an ár­ið 2010 að verð­þró­un íbúð­ar­hús­næð­is mæl­ist lægri en verð­bólga, sem mæl­ist rúm­lega sex pró­sent. Ým­is­legt bend­ir þó til þess að þessu lækk­un­ar­skeiði sé nú lok­ið og raun­verð­ið muni mæl­ast hærra en verð­bólga á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
5
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn
6
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Fékk millj­ón­ir frá Reykja­vík­ur­borg þrátt fyr­ir rang­færsl­ur í um­sókn

Í um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um styrk sagði Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, rekstr­ar­að­ili áfanga­heim­ila Betra lífs, að þau væru í sam­starfi við Berg­ið headspace og Pieta, sam­tök sem kann­ast ekki við að vera eða hafa ver­ið í sam­starfi við Betra líf. Ekk­ert virð­ist hafa ver­ið gert hjá borg­inni til að sann­reyna það sem stóð í um­sókn­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
3
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu