Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Hagnaðardrifin leigufélög rukka 60 prósent hærri leigu

Hagn­að­ar­drif­in leigu­fé­lög rukka 60 pró­sent hærri leigu en óhagn­að­ar­drif­inn fé­lög, sam­kvæmt nýrri töl­fræði Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar, sem bygg­ir á ný­um og um­fangs­meiri gögn­um. Formað­ur Leigj­enda­sam­tak­ana er ekki hissa.

Hagnaðardrifin leigufélög rukka 60 prósent hærri leigu
Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, Segir að niðurstöðurnar komi sér ekki á óvart og í takt við greiningu Leigjendasamtakanna á leigumarkaðinum Mynd: Heiða Helgadóttir

Mikill verðmunur er á milli leigusala samkvæmt nýrri leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Fermetraverð í leigusamningi hjá hagnaðardrifnum leigufélögum og einstaklingum er yfir 3.000 krónur.

Á meðan eru bjóða óhagnaðardrifin leigufélög upp á fermetra sem er undir 2.000 krónum. Fermetraverð húsnæðis sem sveitarfélög leigja út er rúmlega 2.500 krónur.

Ný aðferðafræði

Kynningarfundur hjá HMS var haldin í dag þar sem kynnt til sögunnar uppfærsla á vísitölu leiguverðs sem byggir á gögnum sem safnast hafa í nýja leiguskrá HMS. Áður fyrr var vísitala leiguverðs reiknuð út frá takmörkuðum og á köflum óáreiðanlegum gögnum.

Til dæmis byggði vísitalan að miklu leyti á gögnum úr þinglýsingarskrá. En HMS hefur um langt skeið barist fyrir því að fá betri gögn og upplýsingar um leigumarkaðinn.  

Undir lok síðasta árs tóku gildi breyting á húsaleiglögum sem kveða á um skráningu húsaleigusamninga. Á kynningarfundi HMS kom fram að um 20.000 leigusamningar eru skráðir í nýja leiguskrá HMS.

Sem er um helmingi fleiri samningar en þeir voru skráðir voru í leiguskrá sem fór eftir eldra fyrirkomulagi. Á fundinum kom fram að um 60 prósent leigusamninga á Íslandi eru skráðir í nýja leiguskrá HMS. En með tilkomu þessara nýju gagna getur HMS fylgst betur með verðlagsþróun á almennum leigumarkaði 

Niðurstöðurnar koma ekki á óvart

Í samtali við Heimildina segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakana þessar niðurstöður ekki hafa komið sér á óvart. „Þær ríma við þá tilfinningu sem við höfum haft,“ segir Guðmundur. 

Guðmundur segir að nýja vísitalan sýni að húsnæðisleiga hefur hækkað mikið á undaförnum árum og nóvember í fyrra hækkaði leigan sögulega mikið. Þá bendir Guðmundur á að á sama tíma hefur hægst á verðhækkunum á húsnæði.

Nýja vísitala borin saman við þá gömlu

Leigan sé í engu samræmi við húsnæðisverð, sem „okkur hefur alltaf verið talið í trú um,“ segir Guðmudur. Hann segir hávaxtaskeið og tímabil með sögulega lágum vöxtum hafa óljós áhrif á leiguverð. „Eina sem stýrir verðlagninu á leigumarkaði er sjálftaka leigusalans,“ segir hann.

„Eina sem stýrir verðlagninu á leigumarkaði er sjálftaka leigusalans“
Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakana

Þá sýnir nýja leiguvísitala HMS vel hvernig hagnaðardrifin fyrirtæki haga sér á leigumarkaði að mati Guðmunds. „Við sjáum það best í framferði félagsins Ölmu sem fer fram algjörlega óháð aðstæðum á markaði að nálgast alltaf öll neyðarmörk hjá leigjendum. Það finnur út úr því hvar þessi mörk liggja og þeir hanga bara þar,“ segir Guðmundur.

Nýja vísitalan ófullnægjandi

Að öðru leyti kveðst Guðmundur þó túlka niðurstöður nýrrar launavísitölu með fyrirvara. „Við erum með 20 þúsund samninga sem hafa komið inn frá því í maí. 15 þúsund af þeim samningum eru leigufélög. Leigufélögin eru ekki með nema þriðjunginn af markaðinum. Það eru einungis fimm þúsund samningar komnir frá einstaklingsleigusölum, en þeir eru tveir þriðju af markaðnum,“ segir Guðmundur.  

Þá segir hann Leigjendasamtökin hafa gagnrýnt þá staðreynd að leiguskráin er aðeins byggð á leigusamningum frá hagnaðardrifnum leigufélögum og einstaklings húsaleigu. Það vanti félagslega húsaleigu og niðurgreidda húsaleigu inn í gagnasafnið. 

„Það er búið að skilyrða sanngjarna húsaleigu, sem kveðið er á um í 37. grein húsaleigulaga, við þennan útreikning HMS. Sem reiknar núna bara út frá dýrustu húsaleigunni,“ segir Guðmundur.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Leigumarkaðurinn

Telja mikið eignarhald hagnaðardrifinna leigufélaga skýra skarpar verðhækkanir á Suðurnesjum
FréttirLeigumarkaðurinn

Telja mik­ið eign­ar­hald hagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga skýra skarp­ar verð­hækk­an­ir á Suð­ur­nesj­um

Leigu­verð held­ur áfram að hækka víð­ast hvar á land­inu sam­kvæmt nýj­asta mán­að­ar­riti Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unn­ar. At­hygli vek­ur að verð fyr­ir leigu­íbúð­ir á Suð­ur­nesj­um hef­ur hækk­að óvenju hratt á síð­ustu sex mán­uð­um. Telja skýrslu­höf­und­ar að það megi rekja til óvenju hás hlut­falls leigu­íbúða í eigu ein­stak­linga og hagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga.
Stjórnarformaður Ölmu segir breytingar á húsaleigulögum óþarfar
FréttirLeigumarkaðurinn

Stjórn­ar­formað­ur Ölmu seg­ir breyt­ing­ar á húsa­leigu­lög­um óþarf­ar

Gunn­ar Þór Gísla­son, stjórn­ar­formað­ur Ölmu íbúð­ar­fé­lags seg­ir frum­varp inn­viða­ráð­herra um breyt­ing­ar á húsa­leigu­lög­um vera gegn­sýrt for­ræð­is­hyggju og skriffinnsku sem vegi að samn­inga­frels­inu. Í um­sögn sem Alma sendi til vel­ferð­ar­nefnd­ar Al­þing­is er lagst gegn öll­um helstu meg­in­at­rið­um frum­varps­ins.
Óheyrilegar verðhækkanir á leigumarkaði: „Þeir eru eins og óðir hanar í mannaskít“
NeytendurLeigumarkaðurinn

Óheyri­leg­ar verð­hækk­an­ir á leigu­mark­aði: „Þeir eru eins og óð­ir han­ar í manna­skít“

Aug­lýs­ing sem birt­ist á fast­eigna­vefn­um Igloo hef­ur vak­ið mikla at­hygli og um­ræðu. Þar er fjög­urra her­bergja íbúð í Reykja­vík aug­lýst til leigu fyr­ir 550.000 krón­ur á mán­uði. Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna, seg­ir stöð­una vera grafal­var­lega. Hann seg­ir mörg heim­ili á leigu­mark­aði búi í dag við grimmi­lega og kerf­is­bundna fjár­kúg­un.
Staða fjölskyldna á leigumarkaði hríðversnar milli ára
FréttirLeigumarkaðurinn

Staða fjöl­skyldna á leigu­mark­aði hríð­versn­ar milli ára

Sam­kvæmt nið­ur­stöð­um leigu­könn­un­ar Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar versn­aði samn­ingstaða leigj­enda gagn­vart leigu­söl­um um­tals­vert milli ár­anna 2022 og 2023. Könn­un­in bend­ir einnig þess að bæði hafi leigu­verð hækk­að og fram­boð á hús­næði við hæfi dreg­ist sam­an milli ára. Þró­un­in leggst þyngst á fjöl­skyld­ur sem bjuggu við þrengri kost ár­ið 2023 í sam­an­burði við ár­ið 2022.
Slökkviliðið bannar búsetu í kolakjallaranum úr Kveik
FréttirLeigumarkaðurinn

Slökkvi­lið­ið bann­ar bú­setu í kola­kjall­ar­an­um úr Kveik

Slökkvi­lið­inu var til­kynnt um eld­hættu í kola­kjall­ar­an­um úr Kveik fyr­ir einu ári. Birg­ir Finns­son slökkvi­liðs­stjóri seg­ir að út frá til­kynn­ing­unni hafi slökkvi­lið­ið ekki átt­að sig á því að um væri að ræða at­vinnu­hús­næði. Leigu­sal­inn er hætt­ur að leigja íbúð­ina því hann vill ekki brjóta lög. Fjöl­skylda frá Venesúela sem bjó í íbúð­inni er kom­in með nýja íbúð í Breið­holt­inu.
Missti leiguíbúðina við brunann
FréttirNeyð á leigumarkaði

Missti leigu­íbúð­ina við brun­ann

Sögu Naz­ari dreym­ir um að eign­ast íbúð en er að eig­in sögn föst á óör­ugg­um leigu­mark­aði þar sem leigu­verð sé óbæri­lega hátt og lífs­gæði leigj­enda mun lak­ari en flestra íbúða­eig­enda, að­eins ungt fólk sem eigi efn­aða for­eldra geti keypt íbúð. Saga er nú í end­ur­hæf­ingu, með­al ann­ars vegna áfalls sem hún varð fyr­ir í sept­em­ber í fyrra en þá kvikn­aði í íbúð sem hún leigði.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
1
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
8
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu