Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sjálfsskaði unglinga orðinn algengari - „Þau fela þetta fyrir foreldrum eins og þau geta“

Nýj­ustu rann­sókn­ir sýna að um 18% ung­linga stunda sjálfsskaða. Þre­falt al­geng­ara er að stúlk­ur stundi sjálfsskaða en dreng­ir. Sér­fræð­ing­ur í geð­hjúkr­un barna og ung­linga seg­ir mik­il­vægt að kenna börn­um að tak­ast á við mót­læti.

Sjálfsskaði unglinga orðinn algengari - „Þau fela þetta fyrir foreldrum eins og þau geta“

Kristín Inga Grímsdóttir, sérfræðingur í geðhjúkrun barna og unglinga, segir að fyrir nokkrum árum hafi verið talað um að tíðni sjálfsskaða hjá unglingum væri 10-18% en nú sýni nýjustu rannsóknir að tíðnin er komin að þessum efri mörkum. 

Kristín Inga GrímsdóttirSérfræðingur í geðhjúkrun barna og unglinga.

Hún segir bestu forvörnina vera að kenna börnum að takast á við erfiðar tilfinningar og efla seiglu þeirra. „Við upplifum öll ástarsorg eða upplifum mótlæti í skólanum. Ef börn hafa lært snemma að takast á við mótlæti og höfnun eru minni líkur á að þau grípi til ógagnlegra aðferða í vanlíðan sinni,“ segir Kristín.

Tilraun til að lina andlega vanlíðan

Sjálfsskaði felst í því að einstaklingur skaðar sig viljandi, til að mynda með því að veita sér áverka á húð, svo sem skera sig eða brenna, eða með inntöku efna. Algengasti tilgangur sjálfsskaða er að lina andlega vanlíðan.

„Þetta er augljóslega að aukast. Við finnum það líka hjá okkur í viðtölum,“ segir Kristín sem starfar á göngudeild BUGL og á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá heldur hún einnig námskeið um sjálfskaðahegðun unglinga sem ætluð eru fagfólki í heilsugæslu, skólum, þjónustumiðstöðvum, barnavernd, félagsþjónustu og öðrum aðilum sem starfa með unglingum. Hún segir eftirspurnina eftir þessari fræðslu sömuleiðis vera að aukast. 

„Þetta er tvennt ólíkt. Sjálfsskaði er í raun leið til að lifa af á meðan sjálfsvígshugsanir eru sprottnar út frá því að vilja ekki lifa.“
Kristín Inga Grímsdóttir
sérfræðingur í geðhjúkrun barna og unglinga

Sjálfsskaði unglinga er vaxandi vandi á Vesturlöndum og er víða farið að skilgreina hann sem lýðheilsuvanda. Kristín segir mikilvægt að greina á milli sjálfsskaða annars vegar og hins vegar sjálfsvígshugsana og sjálfsvígstilrauna. „Þetta er tvennt ólíkt. Sjálfsskaði er í raun leið til að lifa af á meðan sjálfsvígshugsanir eru sprottnar út frá því að vilja ekki lifa. Þó þarf að hafa í huga að sjálfsskaðahegðun er áhættuþáttur fyrir sjálfsvígi en það er ekki stór breyta,“ segir hún. Kristín bendir á að þessi munur sé einmitt eitt af því sem kemur þeim sem ekki þekkja til hvað mest á óvart og margir setji ranglega samasemmerki á milli sjálfsskaða og sjálfsvígstilrauna. 

Sjálfsskaðahegðun hefst yfirleitt á aldursbilinu tólf til til átján ára en Kristín segist vita um yngri börn sem hafa veitt sér sjálfsskaða þó það sé sjaldgæft. Í flestum tilfellum felst sjálfsskaðinn í því að veita sér áverka á húð.

Tengist óstöðugum tilfinningum unglingsáranna

Þegar allir aldurshópar eru skoðaðir er tíðni sjálfsskaða 0,5% heilt yfir. Kristín bendir á að þessi hegðun tengist helst þeim óstöðugu tilfinningum sem fylgja unglingsárunum. 

„Líklega er sjaldgæft að þetta hefjist á fullorðinsárum. Um 5-10% þeirra sem byrja að skaða sig eiga erfitt með að hætta. Allir þurfa eitthvað inngrip, hvort sem það er stuðningur við foreldra svo þau geti stutt við börnin sín eða þá meðferð hjá fagaðila. Oft er gott að foreldrar leiti fyrst aðstoðar á heilsugæslu ef þeir verða varir við þennan vanda. Það er ekki algengt að þessi hegðun haldi áfram fram á fullorðinsár sem sýnir okkur hvað þessar óstöðugu tilfinningar, sem við þekkjum öll frá unglingsárunum, hafa stór áhrif,“ segir hún.

„Fyrir foreldra er gott að vera vakandi fyrir breytingum á hegðun, andlegri vanlíðan eða hvort barnið er farið að ganga meira í langerma bolum.“
Kristín Inga Grímsdóttir
sérfræðingur í geðhjúkrun barna og unglinga

Og sjálfsskaðinn getur verið vel falinn. „Þau fela þetta fyrir foreldrum eins og þau geta. Fyrir foreldra er gott að vera vakandi fyrir breytingum á hegðun, andlegri vanlíðan eða hvort barnið er farið að ganga meira í langerma bolum.“ Þá segir Kristín mikilvægt að spyrja barnið hreint út ef grunur leikur á sjálfsskaða.

Kristín vekur athygli á því að sjálfsskaði er flokkað sem hegðun en ekki sem geðsjúkdómur. „Þetta er hegðun sem er afleiðing af einhverju öðru og það þarf ekki að vera geðrænn vandi. Þarna er um að ræða unglinga sem eiga erfitt með að takast á við erfiðar tilfinningar sem valda því að þeir fara að skaða sig.“

Smitáhrif þekkt

Þekkt eru ákveðin smitáhrif þegar kemur að sjálfsskaða. „Það var eftir því tekið þegar netnotkun var orðin almennari og sömuleiðis notkun samfélagsmiðla að tíðni sjálfsskaða jókst gríðarlega. Ungmennin eru að segja hvert öðru á netinu hvaða aðferðir þau nota. Í unglingahópnum er líka oft hjarðhegðun. Unglingur sem skaðar sig segir kannski vini sínum frá því að honum finnist það hjálpa sér að veita sér skaða og þau styðja hvert annað í þessari hegðun.“

Kristín leggur hins vegar áherslu á að unglingur sem líður vel grípur ekki til þess allt í einu að skaða sig vegna smitáhrifa. „Unglingurinn þarf að upplifa óstöðugar tilfinningar eða vera með undirliggjandi geðræn einkenni sem hafa áhrif á einhvern af þeim áhættuþáttum sem þarf að horfa til varðandi sjálfsskaða og þá eru alltaf líkur á smitáhrifum, en alls ekki þegar kemur að ungmennum sem eru á góðum stað.“

Góð tengls foreldra og barna lykilatriði

Hún segir forvarnir skipta miklu þegar kemur að því að vinna gegn sjálfsskaðahegðun. „Þegar við skoðum forvarnarleiðir er mikilvægt að þekkja bæði áhættuþætti og verndandi þætti. Félagslegar aðstæður hafa mikil áhrif, bæði á heimilinu og vinahópurinn. Ef unglingur á erfitt í félagahópnum er það áhættuþáttur en ef hann á gott bakland heima er það verndandi þáttur sem vegur þar upp á móti. Þroskafrávik, fötlun, lágt sjálfsmat og áföll eru meðal áhættuþátta. Stærsta forvörnin er að foreldrar séu í góðum tengslum við börnin og að þau upplifi að þau geti leitað til foreldra sinna. Það er svo mikilvægur verndandi þáttur. Ef barn upplifir vanlíðan í skóla þarf það að geta leitað til foreldra sem geta hjálpað því í gegn um tilfinningar sínar frekar en að það fari að skaða sig.“

Kristín segir mikilvægt að kenna börnum að þola erfiðar tilfinningar og efla seiglu þeirra. „Við mætum öll mótlæti á einhverjum tímapunkti í lífinu og ýmsir verða fyrir áföllum. Við getum ekki stýrt því en ef börn hafa ákveðna seiglu og mótlætaþol, og hafa frá unga aldri lært að takast á við erfiðar tilfinningar eru minni líkur á því að óstöðugar tilfinningar á unglingsárum leiði til sjálfsskaða.“

Eðlilegt að upplifa alls konar tilfinningar

Þá bendir hún á að foreldar þurfi að tryggja að börnin þeirra viti að þau geti alltaf leitað til þeirra. „Stundum þarf hreinlega að setjast niður og segja þetta upphátt. Börnin þurfa líka að vita að það er eðlilegt að upplifa alls konar tilfinningar, bæði gleði og sorg, og að allir eiga eftir að upplifa mótlæti.“

„25% hættu að skaða sig því þau upplifðu að einhverjum þætti vænt um þau“
Kristín Inga Grímsdóttir
sérfræðingur í geðhjúkrun barna og unglinga

Krístín vísar til rannsóknar þar sem ungt fólk sem hafði skaðað sig á unglingsárum var spurt af hverju það hefði hætt því. Hún segir að 40% hafi hætt að skaða sig því þeir hafi áttað sig á því að þau gætu tekist á við erfiðar tilfinningar og þær  myndu líða hjá, 27% þroskuðust upp úr þessari hegðun og 25% hættu að skaða sig því þau upplifðu að einhverjum þætti vænt um þau. „Þetta voru stærstu breyturnar,“ segir Kristín.


Stundar þú sjálfsskaða eða ert aðstandandi einstaklings sem stundar sjálfsskaða? Hjálparsími Rauða krossins er 1717. Hann er alltaf opinn, trúnaði og nafnleynd er heitið og hann er ókeypis. Einnig er hægt að tala við ráðgjafa í netspjalli á vefnum.

Peta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Píetasíminn 552 2218 er opinn allan sólarhringinn. 

Í neyðartilvikum skal ávallt hringja í 112.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grátrana sást á Vestfjörðum
1
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
5
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Borgin sökuð um ráðríki og samráðsleysi gagnvart íbúum í Laugardal
7
Fréttir

Borg­in sök­uð um ráð­ríki og sam­ráðs­leysi gagn­vart íbú­um í Laug­ar­dal

Ákvörð­un Reykja­vík­ur­borg­ar um að falla frá áform­um um við­hald og upp­bygg­ingu á við­bygg­ing­um við grunn­skóla í Laug­ar­daln­um hef­ur vak­ið hörð við­brögð með­al margra sem koma að mál­inu sem saka borg­ar­yf­ir­völd um svik og sýnd­ar­mennsku. Nú til að reisa nýj­an skóla sem mun þjón­usta nem­end­ur á ung­linga­stigi frá skól­un­um þrem­ur.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
8
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár