Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Ekki bara Innipúki heldur líka stríðnispúki

20 ára af­mæli Inni­púk­ans verð­ur fagn­að með þriggja daga dag­skrá í mið­borg­inni um helg­ina. „Svo get­ur fólk bara far­ið heim til sín og sof­ið í eig­in rúmi,“ seg­ir Ás­geir Guð­munds­son skipu­leggj­andi sem hef­ur óbeit á úti­há­tíð­um.

Ekki bara Innipúki heldur líka stríðnispúki
Frá síðasta Innipúka Þrjú ár eru frá því að Innipúkinn fór síðast fram og við hæfi að hann snúi aftur á 20 ára afmæli sínu. Mynd: Brynjar Snær

„Ég er ekki bara innipúki heldur líka stríðnispúki og þess vegna segi ég að Reykjavík sé aldrei betri en þessa helgi því að fíflin eru farin til Eyja.“ Þetta segir Ásgeir Guðmundsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar Innipúkans sem fram fer nú um verslunarmannahelgina.

Innipúkinn heldur upp á 20 ára afmæli sitt um þessar mundir, en hátíðin fór ekki fram síðustu tvö sumur vegna samkomutakmarkana. „Það er náttúrulega rosaleg gírun í gangi,“ segir Ásgeir. „Þetta er búið að eiga langan aðdraganda. Við þurftum að aflýsa 2020 með dags fyrirvara og fengum sex daga fyrirvara í fyrra. Stefnir ekki í annað en að hátíðin fari fram í ár og verði frábær á sínu tuttugasta aldursári.“

Ásgeir Guðmundsson og Steinþór Helgi ArnsteinssonSkipuleggjendur Innipúkans segjast þakklátir þeim sem stofnuðu hátíðina fyrir 20 árum fyrir að veita Reykvíkingum valkost.

Í þetta sinn fer dagskráin fram frá föstudegi til sunnudags í Gamla bíó og á Röntgen með útisvæði fyrir utan á Ingólfsstrætinu. Fram kemur margt af þekktasta tónlistarfólki landsins, meðal annars Bríet, Reykjavíkurdætur, Snorri Helgason, Inspector Spacetime, Aron Can og Bassi Maraj. Hljómsveitin Bjartar sveiflur lokar svo hátíðinni með sannkallaðri ballstemmningu á sunnudagskvöldinu.

Alltaf gott veður í Reykjavík

Aðspurður um hvaða þýðingu 20 ára afmæli hátíðarinnar hafi fyrir hann segir Ásgeir þakklæti sér efst í huga. „Ég er þeim sem komu að stofnun Innipúkans þakklátur fyrir að hafa gert það, að bjóða Reykvíkingum og innipúkum og þeim sem nenna ekki að vera innan um allan þennan fjölda á tjaldstæðum landsins upp á prógramm og glæða borgina lífi. Ég var það ungur að ég fór ekki á fyrstu hátíðina sem var haldin 2002 í Iðnó. Þar voru Rúnk, Singapore Sling, Dr. Gunni og fleiri sem komu fram.“

„Það verður karnivalstemmning ef veður leyfir“
Ásgeir Guðmundsson
um þversagnakennda útisvæðið á Innipúkanum.

Hann segir hátíðina mikilvæga sem valkost fyrir landsmenn um verslunarmannahelgina og að ekki skemmi fyrir að nú sé hún haldin á nýjum stað. „Gamla bíó er að okkar mati eitt flottasta tónleikahús landsins,“ segir Ásgeir. „Við munum svo loka götunni fyrir utan og vera með hið þversagnakennda útisvæði Innipúkans. Við setjum upp svæði þannig að fólk geti kælt sig á milli tónleika og þar ætlum við að vera með fata- og listamarkað. Ef veðrið verður slæmt, sem það verður ekki því það er alltaf gott veður í Reykjavík, þá færum við markaðina inn í anddyrið á Gamla bíó. Það verður karnivalstemmning ef veður leyfir, en sá eini sem þarf ekki að hafa áhyggjur af veðrinu um verslunarmannahelgina er Innipúkinn, því eins og nafnið ber með sér er okkar tónlistardagskrá innandyra. Svo getur fólk bara farið heim til sín og sofið í eigin rúmi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
7
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
9
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár