Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Bara einn borgarfulltrúi gagnrýndi að félag Róberts eignaðist lyfjaverksmiðjuna: ,,Það spurði enginn neinna spurninga”

Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, full­trúi Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina í borg­ar­stjórn, gagn­rýndi að Reykja­vík­ur­borg heim­il­aði fé­lagi Al­vo­gen að færa skuld­ir á lóð sem borg­in hafði af­hent fé­lag­inu til ann­ars fé­lags. Með snún­ingn­um eign­að­ist fé­lag í eigu Ró­berts Wessman fast­eign sem ann­að fé­lag hafði feng­ið vil­yrði fyr­ir. Fast­eign­in gæti ver­ið um 20 millj­arða króna virði í dag.

Bara einn borgarfulltrúi gagnrýndi að félag Róberts eignaðist lyfjaverksmiðjuna: ,,Það spurði enginn neinna spurninga”
Gagnrýndi ráðahaginn Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir gagnrýndi að Reykjavíkurborg heimilaði skuldaskipti á láni til félagsins sem byggði verksmiðju Alvotech. Mynd: Sigtryggur Ari

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, lögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallavina, var eini fulltrúinn í borgarráði sem gagnrýndi það að ráðið ætlaði að heimila öðru félagi að taka við eignarhaldi og skuldum sem hvíldu á lyfjaverksmiðju Alvotech. Þetta gerðist árið 2014.

Verksmiðjan var þá í byggingu og hafði Reykjavíkurborg samið við félagið Alvogen Biotech vegna byggingar verksmiðjunnar árið áður.  Reykjavíkurborg veitti félaginu greiðslufrest, og þar með lán, fyrir gatnagerðargjöldunum vegna framkvæmda við götur að byggingunni. Þetta lán fór á veðbókarvottorð fasteignarinnar, á fyrsta veðrétti.   

Í júní 2104 kom svo beiðni frá AlvogenBiotech um að að skuldirnar við Reykjavíkurborg skyldu færðar yfir á nýtt félag, Fasteignafélagið Sæmund, sem er í eigu Róberts Wessman í gegnum flókinn eignastrúktúr í nokkrum löndum.

Málið var tekið fyrir í borgarráði og mótmælti Sveinbjörg Birna því að Reykjavíkurborg heimilaði skuldaraskiptin, og þar með eigendaskiptin, á láninu.  Sveinbjörg Birna lagði fram sérstaka bókun þess efnis: ,,Framsókn og flugvallarvinir mótmæla samþykkt um skuldaraskipti á þeim forsendum að almennt eigi að setja framsalstakmarkanir á þau skuldabréf sem útgefin eru vegna gatnagerðargjalda og eftir atvikum annarra gjalda er tengjast lóðum. Í því máli sem hér er til umfjöllunar teljum við að skilyrða eigi framsalið með þeim hætti að tryggt sé að eignarhald á báðum félögunum sé það sama, að öðrum kosti verði upphaflegi skuldarinn skuldbundinn til greiðslu skuldabréfsins. 

Tekið skal að skuldin við Reykjavíkurborg var svo gerð upp. 

Fannst skrítið að Róbert eignaðist fasteignina 

Sveinbjörg Birna segir við Stundina að það sem henni hafi þótt skrítið í þessu máli var að einhver einn maður hafi þarna verið að eignast fasteignina, jafnvel þó að Reykjavíkurborg hafi samið við annað fyrirtæki. ,,Þetta var fáránlegt. Á endanum var þetta bara í eigu einhvers eins mann, það var bara einhver einstaklingur sem var að fá þennan tékka. Það var ekkert tryggt að þetta yrði ekki selt eða myndi skipta um hendur. 

,,Þarna er bara einhver einn maður að fá þennan tékka“

Beiðni AlvogenBiotech um skuldaraskiptin var samþykkt á fundi borgarráðs með sex atkvæðum og Sveinbjörg Birna eini borgarfulltrúinn sem greiddi atkvæði gegn beiðninni.  

Aðspurð segir Sveinbjörg Birna um móttökurnar við gagnrýni hennar í þessu máli. ,,Stemningin í kringum þetta tiltekna mál var þannig, eins og reyndar í kringum fleiri mál, að ég væri svo vitlaus að það væri ekki þess virði að skoða það. Ég var sögð vera óstjórntæk. [..] Það spurði enginn neinna spurninga.

Á reikiFrásagnir um eignarhald og ætlað eignarhald á verksmiðjunni sem hýsir starfsemi Alvotech hafa verið mjög á reiki. Ljóst er hins vegar að Reykjavíkurborg samdi ekki beint við félag Róberts Wessman sem á fasteignina í dag.

Tekið skal fram að þó svo Sveinbjörg Birna hafi verið eini fulltrúinn í borgarráði sem gagnrýndi viðskipti Reykjavíkurborgar við Róbert Wessman og Alvogen þá var annar borgarfulltrúi sem hafði gagnrýnt tilhögunina árið áður. Þetta var Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, sem þá var í minnihluta í borginni. Hún bloggaði meðal annars um málið þá.

Leigufélagið með 1,1 milljarð í tekjur 

Eins og Stundin hefur fjallað um nýlega þá hagnaðist Fasteignafélagið Sæmundur um  tæplega 327 milljónir króna í fyrra en leigutekjur félagsins í fyrra námu 1,1 milljarði króna samkvæmt ársreikningi þess. Á sama tíma og Alvotech, sem leigir verksmiðjuna  tapaði 11 milljörðum króna í fyrra skilaði fasteignafélagið sem Róbert Wessman á og leigir fasteignina til Alvotech þessum myljandi hagnaði.  

Lyfjaverksmiðjan er bókfærð á 6,2 milljarða króna í ársreikningi Sæmundar fyrir árið í fyrra. Verðmæti hennar gæti verið að minnsta kosti þrefalt hærra í reynd eða um og yfir 18 milljarðar króna miðað við verðmæti sambærilegra verksmiðja erlendis, líkt og Stundin fjallaði um.  

Hagnaður af fasteigninni rennur því til eignastrúkturs Róberts Wessman en ekki til Alvotech sjálfs sem rekur verksmiðjuna og greiðir leigu til félags Róberts. 

Eins og Stundin hefur greint frá áður var mjög á reiki hvernig eignarhaldi verksmiðjunnar ættu að vera háttað og hafa talsmenn Róberts orðið tvísaga um þetta í gegnum tíðina. Eitt sem er ljóst, meðal annars út frá orðum Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um málið, er að ekki hafi legið fyrir þegar samið var við félagið AlvogenBiotech að Róbert Wessman ætti að eiga fasteignina persónulega.

Ákvörðun borgarráðs að heimila aðilaskipti á skuldabréfinu sem hvildi á eigninni var svo eitt skref í því að gera þessi eigendaskipti á verksmiðjunni möguleg.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Róbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Lífeyrissjóður greiddi atkvæði gegn kaupréttum stjórnar Alvotech
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Líf­eyr­is­sjóð­ur greiddi at­kvæði gegn kauprétt­um stjórn­ar Al­votech

Lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Al­votech hef­ur veitt fjór­um óháð­um stjórn­ar­mönn­um kauprétti í fé­lag­inu. Stjórn fé­lags­ins fékk heim­ild til að veita öll­um stjórn­ar­mönn­um slíka kauprétti en þeir stjórn­ar­menn sem eru tengd­ir Al­votech, með­al ann­ars Ró­bert Wess­mann og Árni Harð­ar­son hafa af­sal­að sér þess­um kauprétt­um. Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Stapi greiddi at­kvæði gegn kauprétt­ar­kerf­inu.
Háskólinn hjálpaði Róberti að eignast verksmiðjuna fyrir ekkert
SkýringRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Há­skól­inn hjálp­aði Ró­berti að eign­ast verk­smiðj­una fyr­ir ekk­ert

Við­skipt­in með lóð­ina í Vatns­mýri þar sem lyfja­verk­smiðja Al­votech reis vöktu til­tölu­lega litla at­hygli fyr­ir ára­tug síð­an. Í við­skipt­un­um voru Reykja­vík­ur­borg og Há­skóli Ís­lands hins veg­ar að af­henda Ró­berti Wessman af­not af gæð­um í op­in­berri eigu á silf­urfati, sem hann hef­ur síð­an not­að til að hagn­ast æv­in­týra­lega á í gegn­um lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Al­votech.
Félag Róberts seldi skuldabréf í Alvotech á 12 milljarða rétt fyrir verðhrun
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Fé­lag Ró­berts seldi skulda­bréf í Al­votech á 12 millj­arða rétt fyr­ir verð­hrun

Fé­laga­net Ró­berts Wessman hef­ur inn­leyst hagn­að af sölu lyfja­verk­smiðj­unn­ar í Vatns­mýri á sama tíma og hluta­bréfa­verð Al­votech hef­ur hrun­ið. Árni Harð­ar­son seg­ir að sala fé­lags Ró­berts á skulda­bréf­um sem það fékk sem greiðslu fyr­ir verk­smiðj­una sé til­vilj­un og teng­ist ekk­ert synj­un Banda­ríska lyfja­eft­ir­lits­ins á mark­aðs­leyfi til Al­votech.
Alvotech leigir fasteignir af félögum stofnanda síns fyrir rúmlega 1.700 milljónir
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Al­votech leig­ir fast­eign­ir af fé­lög­um stofn­anda síns fyr­ir rúm­lega 1.700 millj­ón­ir

Lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Al­votech, sem *Ró­bert Wessman stofn­aði, leig­ir fjölda fast­eigna af fyr­ir­tækj­um hans vegna rekstr­ar­ins á Ís­landi. Fyr­ir­tæk­ið stefn­ir á skrán­ingu á hluta­bréfa­mark­að í Banda­ríkj­un­um og hef­ur einnig feng­ið fjár­mögn­un frá ís­lensk­um að­il­um og líf­eyr­is­sjóði.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
4
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
10
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár