Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Uhunoma stefnir Áslaugu Örnu

Mál níg­er­íska hæl­is­leit­and­ans Uhunoma Osayomore var þing­fest í morg­un. Lög­mað­ur seg­ir hann aldrei hafa not­ið máls­með­ferð­ar sem fórn­ar­lamb man­sals og kær­u­nefnd út­lend­inga­mála reyni eft­ir megni að ve­fengja trú­verð­ug­leika hans.

Uhunoma stefnir Áslaugu Örnu
Höfðar mál Uhunoma hefur höfðað mál til að fá úrskurði kærunefndar útlendingamála hnekkt

Nígeríski hælisleitandinn Uhunoma Osayomore hefur höfðað mál á hendur Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins til að fá úrskurð kærunefndar útlendingamála ógiltan. Mál þess efnis var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Í málinu er þess krafist að nýlegur úrskurður kærunefndarinnar, þar sem ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja Unhunoma um alþjóðlega vernd hér á landi og dvalarleyfi af mannúðarástæðum, verði ógiltur.

Í stefnu Ununoma er byggt á því að hann hafa á engu stigi fengið málsmeðferð hjá íslenskum stjórnvöldum sem fórnarlamb mansals. Það hafi ekki verið gert þrátt fyrir að upphafleg frásögn hans hjá Útlendingastofnun hafi gefið sterklega til kynna að svo væri. Þá hefur Uhunoma sótt viðtalsmeðferð hjá Stígamótum og lagt fram gögn þar um til kærunefndar. Í þeim gögnum kemur fram að það sé skoðun fagaðila að frásögn hans og upplifun samrýmist þeirri reynslu sem mansalsfórnarlömb hafa lýst hjá Stígamótum.

„Þetta mál er eitt margra síðustu misseri þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi“

„Þetta mál er eitt margra síðustu misseri þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. Það er ákaflega sorgleg þróun og ekki í takt við þær áherslur stjórnvalda á mannréttindi og vernd þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldi af þessu tagi,“ segir Magnús D. Norðdahl lögmaður Uhunoma.

Gagnrýna kærunefnd harðlega

Í stefnu Uhonoma er gagnrýnt harðlega hvernig kærunefnd útlendingamála dragi úr trúverðugleika hans. Hann sé þannig látinn gjalda þess að hafa á fyrri stigum hjá Útlendingastofnun einungis greint frá sumum tilvikum þegar hann var seldur mansali en ekki öllum. „Það er alþekkt og mjög skiljanlegt að mansalsfórnarlömb eiga erfitt með að greina frá öllum áföllum sínum og því er mælst til þess að fagaðilar stýri viðtölum við svo viðkvæma hópa. Sú var ekki raunin, hvorki hjá Útlendingastofnun né hjá kærunefnd útlendingamála,“ segir Magnús.

Í stefnunni segir að enn fremur að mat íslenskra stjórnvalda á aðstæðum í Nígeríu fyrir þolendur mansals og kynferðislegs ofbeldis sé rangt og óforsvaranlegt. Þá sé Uhunoma alls ekki öruggur komi til endursendingar hans til Nígeríu.

Þá segir að kærunefnd dragi túrverðugleika Uhunoma í efa á grundvelli þess að hann hafi tekið upp vestrænt gælunafn við komuna til Evrópu og að hann hafi opnað Facebook reikning undir því nafni. Bent er á að slík hegðun sé mjög algeng hjá fólki í sömu stöðu. „Það er eins og kærunefnd útlendingamála setji sig í stellingar rannsóknarlögreglu og reyni eftir fremsta megni að véfengja trúverðugleika Uhunoma Osayomore að því er virðist í þeim tilgangi einum að styðja þá fyrirfram teknu ákvörðun að synja honum um vernd,“ segir Magnús.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
5
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
9
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu