Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Af hverju má ein sex ára stúlka búa á Íslandi en önnur ekki?

Coumba og Urð­ur Vala eru báð­ar sex ára og byrj­uðu í skóla í haust. Þær eru báð­ar fædd­ar á Ís­landi og hafa bú­ið hér og al­ist upp alla tíð. Ís­lensk yf­ir­völd hyggj­ast senda aðra þeirra úr landi en hina ekki.

Þrjár stelpur fæddar á Íslandi Systurnar Coumba og Marie eru fæddar hér á landi, eins og Urður Vala. Tvær þessara stúlkna eiga á hættu að vera sendar úr landi.

Regine Martha, sem alltaf er kölluð Coumba, er sex ára, fædd árið 2014 á Íslandi, og gengur í 1. bekk í Vogaskóla. Urður Vala er líka sex ára, fædd árið 2014 á Íslandi, og gengur í 1. bekk í Grandaskóla. Coumbu finnst gaman að fara í skotbolta í frímínútum og Urði Völu finnst gaman að leika úti. Báðar eiga litlar systur á leikskóla. Uppáhaldslitur þeirra beggja er fjólublár. Önnur þeirra á íslenskt vegabréf, hin ekki. Önnur hefur kennitölu en hin bara gervikennitölu. Önnur þeirra getur verið viss um að ríkisborgararéttur hennar á Íslandi tryggi henni búsetu hér á landi og velferðarþjónustu. Að óbreyttu munu íslensk yfirvöld senda hina úr landi.

Coumba er dóttir hjónanna Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf, sem hafa búið og starfað á Íslandi í sjö ár. Þau eru frá Senegal en forðuðu sér þaðan vegna trúar sinnar og telja að í heimalandinu bíði þeirra félagsleg útskúfun og hætta. Coumba er sem fyrr segir fædd hér á landi árið 2014 og yngri systir hennar, Marie, er fædd árið 2017, einnig hér á landi. Þær systur hafa alla sína ævi búið hér og aldrei komið út fyrir landsteinana.

Urður Vala er dóttir hjónanna Freys Rögnvaldssonar, höfundar greinarinnar, og Snærósar Sindradóttur. Hún er fædd hér á landi árið 2014 og á yngri systur, Tíbrá Myrru, fædda árið 2018. Þær systur hafa búið alla sína ævi hér á landi en hafa oftar en einu sinni komið út fyrir landsteinana.

Vilja vera á ÍslandiForeldrar þeirra Coumbu og Marie hafa búið hér á landi í sjö ár, unnið og greitt sína skatta og skyldur. Þau vilja fá að dvelja hér til frambúðar með dætrum sínum en hefur fram til þessa verið neitað um það.

Fá ekki að dvalarleyfi eða vernd

Bassirou og Mahe hafa barist fyrir því í sex ár að fá hér alþjóðlega vernd, dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið, en án árangurs. Síðastliðinn föstudag féll dómur í Landsrétti þar sem úrskurðir Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála voru staðfestir. Þó búið sé að fara fram á enn eina endurupptökuna hjá kærunefnd útlendingamála virðist afstaða þeirra sem málum ráða ljós: Hér á landi fær fjölskyldan ekki að búa. Að óbreyttu verður fjölskyldunni, foreldrunum, sem búið hafa hér í sjö ár, og dætrunum tveimur, sem eru fæddar hér á landi og aldar upp, því vísað úr landi.

Uppáhaldsmatur annarrar er hakk og spaghettí, hinnar er plokkfiskur

Foreldrar Urðar Völu hafa aldrei þurft að berjast fyrir því að búa hér á landi, og aldrei hafa dætur þeirra átt á hættu að verða vísað úr landi. Þau sögðu Urði Völu frá fjölskyldunni og því að Coumba, sem væri jafn gömul henni, fengi ekki að búa áfram hér á landi. Urður Vala vildi hitta Coumbu og kynnast henni, spyrja hana um skólann hennar, hvað henni þætti gaman að gera, hvað væri uppáhalds. Það varð úr.

Ákveðnar í að hittast aftur

Þær jafnöldrur hittust heima hjá Coumbu. Svo vill til að fjölskyldan býr í húsnæði sem Urður Vala þekkir vel, húsi sem áður hýsti ungbarnaleikskólann sem Urður Vala gekk í. Þær tóku tal saman.

Uppáhaldsliturinn er fjólublárÞær jafnöldrur Urður og Coumba eiga sér sama uppáhaldslit.

Uppáhaldsmatur annarrar er hakk og spaghettí, hinnar er plokkfiskur. Uppáhaldsdrykkur annarrar er Kóka kóla en hinnar Pepsí. Uppáhaldsdót annarrar eru Barbie dúkkur en hin segir að uppáhaldsdótið sitt sé slím. Fæstir myndu sennilega halda því fram að á þessu sé grundvallarmunur, að þessar tvær sex ára stúlkur séu gjörólíkar. Báðum þykir gaman að leika sér, lita og mála. Báðum þykir gaman að leika við vinkonur sínar. Báðar eru þær ákveðnar í að hittast aftur, oft og mörgum sinnum í framtíðinni, og leika sér meira saman.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
7
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu