Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Trump „slefar af tilhlökkun“: Réttindi kvenna, hinsegin fólks og innflytjenda í uppnámi

Re­públi­kan­ar til­kynna að þeir ætla að keyra í gegn nýj­an hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem gæti breytt öllu laga- og rétt­indaum­hverfi Banda­ríkj­anna fyr­ir kom­andi kyn­slóð­ir.

Trump „slefar af tilhlökkun“: Réttindi kvenna, hinsegin fólks og innflytjenda í uppnámi
Vilja að óskir Ginsburg séu virtar Fólk heldur uppi skiltum og kertum til minningar um Ruth Bader Ginsburg, ásamt ákalli um að ósk hennar verði virt og enginn dómari skipaður í hennar stað fyrr en að afloknum forsetakosningum, eins og hefðin segir. Mynd: Jose Luis Magana / AFP

Repúblikanar á Bandaríkjaþingi ætla að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara um leið og Donald Tump forseti opinberar tilnefningu sína og gæti það gerst á allra næstu dögum. Heimildarmaður innan Hvíta hússin segir að forsetinn „slefi af tilhlökkun“ við að koma íhaldsömum dómara að og breyta þannig öllu lagaumhverfi Bandaríkjanna næstu áratugi. Vegna nýrra lagabreytinga eiga Demókratar nánast engan möguleika á að stöðva tilnefningu Trumps fyrir kosningar.

Ruth Bader GinsburgEinn mesti áhrifavaldurinn í réttindum minnihlutahópa í Bandaríkjunum er fallinn frá. Donald Trump vill velja eftirmann hennar.

Ruth Bader Ginsburg, sem hafði verið einn helsti málsvari frjálslyndis við hæstarétt Bandaríkjanna í 27 ár, lést á sjúkrahúsi í fyrrakvöld. Aðeins liðu nokkrar mínútur frá því að tilkynnt var um fráfall hennar þangað til Repúblikanar gáfu það út að þeir myndu sækjast eftir því af öllu kappi að skipa íhaldsmann í hennar stað innan sex vikna. Það er sá litli tími sem er til kosninga, eða 45 dagar. Aldrei í sögu Bandaríkjanna hefur dómari við hæstarétt verið skipaður með svo litlum fyrirvara. 

Óttast margir að réttindabarátta kvenna og minnihlutahópa verði fyrir ómældum skaða ef Trump stjórnin fær sínu framgengt. Lög um fóstureyðingar og réttindi hinsegin fólks byggja nánast alfarið á túlkun hæstaréttar og verði hann þéttskipaður íhaldsmönnum í fyrsta sinn á síðustu áratugum er líklegt að það breyti lagaumhverfi Bandaríkjanna í heila kynslóð, enda eru hæstaréttardómarar skipaðir til æviloka. 

Gangi öfgakennstu spár eftir verða íhaldsmenn með slíka yfirburði við hæstarétt í fyrirsjáanlegri framtíð (búist er við að Trump skipi dómara í yngri kantinum) að réttindi kvenna til fóstureyðinga eru í uppnámi auk þess sem hjónabönd samkynhneigðra og öll áunnin réttindi transfólks og minnihlutahópa almennt gætu gufað upp með einu pennastriki. 

Fyrir nokkrum árum hefði verið óhugsandi fyrir einn flokk að keyra í gegn tilnefningu nýs dómara með svo skömmum fyrirvara, einfaldur meirihluti dugði ekki til og var hægt að beita málþófi til að tefja slík mál mánuðum saman. Það er nákvæmlega það sem Repúblikanar gerðu á síðasta kjörtímabili, árið 2016, þegar Barack Obama ætlaði að skipa nýjan dómara við hæstarétt en hann átti þá 11 mánuði eftir í embætti. 

Mitch McConnellNeitaði að staðfesta val Baracks Obama á dómara í Hæstarétt árið 2016, vegna þess að Obama átti aðeins tæpt ár eftir á forsetastóli. Nú þegar einn og hálfur mánuður er í forsetakosningar telur hann að Trump eigi heimtingu á að velja dómara.

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, braut hins vegar blað í sögunni með því að neita að samþykkja nýjan dómara þar sem Obama ætti minna en eitt ár eftir í embætti. McConnell er núna í fremstu röð þeirra sem vilja samþykkja nýjan dómara Trumps aðeins sex vikum fyrir kosningar og er hann sakaður um hræsni á þeim forsendum. Hann svaraði því hins vegar til í dag að Obama hafi ekki átt möguleika á endurkjöri, ólíkt Trump, og því gildi ekki sömu lögmál.

Repúblikanar hafa auk þess komið í veg fyrir að Demókratar geti tafið tilnefninguna með því að nota notað styrk sinn á þingi og í Hvíta húsinu á þessu kjörtímabili til að breyta lögunum um málþóf og aukinn meirihluta. Repúblikanar hafa því afnumið lögin sem þeir sjálfir beittu til að tefja tilnefningu Obama í heilt ár. Svo virðist sem þeir hafi nú öll spil á hendi hvað varðar skipun næsta dómara við hæstarétt.

Fréttastöðin CNN hefur eftir heimildamanni í Hvíta húsinu að Trump hafi „slefað af tilhlökkun“ við að fá að skipa íhaldsmann í stað Ginsburg, jafnvel áður en hann vissi að hún væri látin. Hún var 87 ára gömul og glímdi við erfið veikindi árum saman, því má ætla að Trump sé nú þegar tilbúinn með sér þóknanlegan dómara til að tilnefna og hafi aðeins verið að bíða eftir að hún félli frá. Sama heimild CNN segir að Trump stjórnin ætli sér að keyra tilnefninguna í gegn á methraða um leið og forsetinn hafi greint sínum innsta hring frá því hver verði fyrir valinu.

Forsetakosningar í Bandaríkjunum verða haldnar þriðjudaginn 3. nóvember næstkomandi. Samkvæmt kosningaspá FiveThirtyEight eru taldar 77% líkur á sigri Joes Biden.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
1
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
8
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu