Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ólöf Nordal sýndi einlæga virðingu og naut virðingar þvert á stjórnmálaflokka

Ólöf Nor­dal er kvödd af ein­læg­um sökn­uði eft­ir fer­il og lífs­hlaup sem skap­aði henni virð­ingu og vel­vild. Einn þeirra fyrr­ver­andi þing­manna sem hafa reynslu af störf­um Ólaf­ar Nor­dal lýs­ir þeirri ein­lægu virð­ingu sem hún sýndi, „ekki þess­ari virð­ingu sem okk­ur er öll­um skylt að sýna, held­ur langt um­fram nokkr­ar kröf­ur þings eða þjóð­ar“.

Ólöf Nordal sýndi einlæga virðingu og naut virðingar þvert á stjórnmálaflokka

Þingfundi hefur verið frestað á Alþingi og þingmenn úr öllum flokkum kveðja Ólöfu Nordal, fyrrverandi innanríkisráðherra og fyrrverandi varaformann Sjálfstæðisflokksins, sem lést í morgun á Landspítalanum, aðeins fimmtug að aldri.

„Hún hlustaði, íhugaði af einlægni það sem var sagt og svaraði af raunverulegri virðingu; ekki þessari virðingu sem okkur er öllum skylt að sýna, heldur langt umfram nokkrar kröfur þings eða þjóðar,“ skrifar Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata. Hann er einn hinna fjölmörgu sem votta Ólöfu virðingu sína á samfélagsmiðlum í dag. „Hún var lagin og víðsýn og kunni þá list að leiða saman ólík sjónarmið í farsælan farveg. Fyrir það er þakkað á þessari sorgarstundu,“ skrifar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.

Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, tjáir sig einnig um Ólöfu Nordal: „Ólöf var einstök kona í svo mörgu tilliti. Mér er efst í huga þakklæti fyrir ómetanlega vináttu og traust. Þroski hennar á hinum pólitíska vettvangi sem og í lífinu sjálfu hefur kennt mér, sem og öðrum samferðarmönnum hennar, mikið. Fráfall vinkonu minnar er ótímabært og erfitt að sætta sig við. Hugur minn er hjá yndislegri fjölskyldu hennar, hjá þeim er missirinn mestur. En minning hennar er leiðarljós sem lýsir og leiðbeinir í gegnum erfiða tíma. Hún markaði djúp og ákveðin spor hvar sem hún steig niður fæti, einstök manneskja að svo mörgu leyti.“

Fjölbreyttur ferill

Ólöf lætur eftir sig fjögur börn og eiginmann. Hún hafði barist við krabbamein frá árinu 2014, en virtist hafa sigrast á sjúkdómnum. Um síðustu áramót minnti hún fólk á að „njóta hvers einasta augnabliks“ í nýárskveðju sinni á Facebook.

Ólöf fæddist í Reykjavík 3. desember 1966, dóttir Jóhannesar Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóra, og Dóru Guðjónsdóttur Nordal píanóleikara. Ólöf hlaut stúdentspróf frá MR 1986 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1994. Árið 2002 lauk hún einnig MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík.

Ólöf var deildarstjóri í samgönguráðuneytinu 1996 til 1999, en átti síðar eftir að verða ráðherra samgöngumála sem innanríkisráðherra. Hún var lögfræðingur hjá Verðbréfaþingi Íslands 1999 til 2001, stundakennari í lögfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst 2001 til 2002, yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun 2002 til 2004, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá RARIK 2004 til 2005, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands 2013 til 2014 og svo innanríkisráðherra frá 2014 fram á þetta ár.

Ólöf bauð sig ekki fram til Alþingis 2013, en var engu að síður skipuð innanríkisráðherra. Þá var Ólöf kjörin á þing í liðnum alþingiskosningum.

„Ein merkasta stjórnmálakona Íslendinga fyrr og síðar farin heim. Blessuð sé hennar minning,“ sagði Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur í stöðufærslu í dag. Stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann tekur í sama streng: „Ólöf var einn öflugasti stjórnmálamaður landsins og alltaf svo hlý þegar maður hitti hana, áhugasöm um aðra og sannarlega ein allra besta fyrirmynd þeirra sem hyggja á þátttöku í stjórnmálum. Hennar verður sárt saknað,“ skrifar hann.

Hér má lesa um feril Ólafar og þau þingmál sem hún kom að.

Harmafregn

Á ferli sínum, bæði innan og utan Alþingis, gat Ólöf sér gott orð og naut virðingar óháð flokkslínum. 

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingkona Vinstri grænna, segist hafa verið samferða Ólöfu á Alþingi árin 2007 til 2013. „Ólöf var björt og glaðvær, fylgin sér og sínum flokki, ekki síst í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem harkaleg deila um stjórnarskrána yfirskyggði önnur mál 2009-2013. En hún var líka góður ferðafélagi og hrókur alls fagnaðar, t.d. í heimsókn nefndarinnar til Noregs 2012 ... Við ræddum sjúkdóminn sem ég sigraðist á um árið en hefur nú lagt hana að velli langt um aldur fram, rétt fimmtuga. Tómasi og börnunum fjórum sem hún kynnti fyrir okkur með stolti votta ég innilega samúð. Blessuð sé minning Ólafar Nordal.“

Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir um Ólöfu að hún hafi ávallt verið „heil og einlæg, ærleg, úrræðagóð og hlý“. Ég votta fjöskyldu Ólafar Nordal, aðstandendum og samstarfsfólki samúð mína vegna fráfalls hennar. 

„Sennilega einn besti innanríkisráðherra
sem Ísland hefur átt“

Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, segir að Ólöf Nordal hafi sennilega verið „einn besti innanríkisráðherra sem Ísland hefur átt, en hún naut virðingar langt framyfir allar flokkslínur - sanngjörn, skörp og til í að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni. Það var mikill heiður að fá að vinna með henni“.

Starfaði af virðingu

Helgi Hrafn Gunnarsson lýsir því hvernig var að standa andspænis Ólöfu á Alþingi:

„Kynni mín af Ólöfu Nordal voru af samskiptum okkar á Alþingi kjörtímabilið 2013-2016. Þá var ég þingmaður en hún varð innanríkisráðherra eftir að sá fyrri sagði sig frá ráðherraembætti.

Mig langar að byrja á því að votta öllu því fólki sem fengu þann heiður að kynnast henni, jafnvel lítillega, innilegar samúðarkveðjur.

Ólöf Nordal skapaði mér ákveðinn vanda á Alþingi. Dæmigerð samskipti stjórnarandstöðuþingmanns og ráðherra eru þannig að það eru tvær umferðir; þingmaður spyr - ráðherra svarar - þingmaður spyr aftur - ráðherra svarar aftur. Fleiri form eru til, en þetta er mjög algengt form.

Ólöf Nordal hafði sérstakt lag að gera mér seinni umferðina erfiða, vegna þess að það gerðist yfirleitt, reyndar langoftast, að eitt svar frá henni dugði til að bæði svara því sem spurt var að og lýsa viðhorfi sem lítil eða engin þörf var við að bæta. Oft langaði mig bara að segja „Flott mál, takk fyrir það!“og stíga niður úr pontunni. Það kom nokkrum sinnum fyrir að ég þurfti einhvern veginn klaufalega að nýta þessar tvær mínútur í að tala um að ráðherrann væri einfaldlega með á hreinu hvað svosem við vorum að tala um hverju sinni. Það voru auðvitað einstaka undantekningar á þessu, en vandinn sem hún skapaði manni var eins málefnalegur og heiðvirður og hægt er að skapa öðrum stjórnmálamanni: Hún tók einlæglega mark á fólki. Hún hlustaði, íhugaði af einlægni það sem var sagt og svaraði af raunverulegri virðingu; ekki þessari virðingu sem okkur er öllum skylt að sýna, heldur langt umfram nokkrar kröfur þings eða þjóðar. Þetta var virðing fyrir því sem við vorum að gera þarna. Þegar ég hugsa til þingstarfanna með henni þá finnst mér ekki eins og þetta hafi verið andsvör eða óundirbúnar fyrirspurnir. Mér finnst það næstum því ekki einu sinni hafa verið stjórnmál. Þetta var samtal um hvernig við gætum bætt heiminn. Verndað réttindi borgaranna.

Þótt ég geti ekki sagst hafa þekkt Ólöfu Nordal vel, persónulega, þá finnst mér á einhvern hátt ég hafa misst vin.

Hvíldu í friði, Ólöf. Takk fyrir samveruna.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
1
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
8
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu