Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´

Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
Papýrus frá Herculanum af því tagi sem vélarnar eru nú farnar að „rétta úr“ og lesa.

Fyrir tæpum fimm árum birtist á vefsíðu Stundarinnar, sem þá hét, stutt flækjusögugrein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöldann allan af papýrusrollum sem fundist höfðu í stóru bókasafni í bænum Herculanum í nágrenni Napólí.

Þannig papýrusrollur voru bækur þess tíma.

Þegar Vesúvíus gaus árið 79 ET (eftir upphaf tímatals okkar) grófst Herculanum á kaf í ösku, rétt eins og nágrannabærinn Pompeii.

„Sú rómverska villa, þar sem bókrollurnar fundust, er nálægt sjónum í Herculaneum. Hún fannst um 1750 og meðal þess sem fannst voru haugar af því sem menn töldu upphaflega vera viðarbúta í brenni. En þegar kveikt var í nokkum þeirra reyndist lítill ylur í þeim, þeir molnuðu bara niður.

Seinna uppgötvuðu menn að þetta voru bækur, upprúllaðar bókrollur að hætti fornaldar en brennheit askan, sem helltist yfir Herculaneum, hafði sviðið þær að utan.

Menn reyndu að rúlla [„bókunum“] í sundur en þær voru svo stökkar að þær urðu bókstaflega að ösku í höndum manna.

Sem betur fer var þeim þó ekki hent, heldur voru sem sagt nærri 2.000 stykki geymd vandlega og nú eru menn að byrja að gegnumlýsa þær með nýrri tækni og vonast til að geta greint stafina og síðan „rétt úr“ myndunum þannig að textinn verði læsilegur.“

Textinn hér að ofan er úr greininni gömlu. Hana má alla lesa hér.

Þótt margir bíði spenntir eftir niðurstöðum vísindamannanna hafa þeir ekki farið sér óðslega, enda er ævagamall papýrusinn afar viðkvæmur og vandmeðfarinn.

En á dögunum voru kynntar fyrstu niðurstöðurnar.

Og áhugamenn um menningu fornaldar eru himinlifandi.

Platon var maður nefndur, hann var grískur, uppi í Aþenu á fyrri hluta fjórðu aldar FT. Hann var nemandi heimspekingsins Sókratesar og skrifaði fræga varnarræðu kennara síns sem leiddur var fyrir dóm, sakaður um að „spilla ungdómnum“ með heimspekilegum spurningum sínum.

Varnarræðan dugði Sókrates ekki því hann var dæmdur til dauða og neyddur til að drekka eiturbikar en Platon gerði Sókrates kennara sinn ódauðlegan með skrifum sínum.

Platon setti heimspeki sína fram í svonefndum samræðum þar sem Sókrates spjallar við kunningja sína og gríðarlega margt úr hugarheimi og heimspeki Vesturlanda er komið frá Platon.

Svo bara eitt dæmi sé tekið, þá eru sögurnar um Atlantis — menningarríkið mikla sem sökk í sæ og hvarf að eilífu — komnar frá Platon.

Platon er líka kunnur sem kennari heimspekingsins Aristótelesar sem var litlu áhrifaminni en hann, en átti jafnvel enn frægari nemanda, sjálfan Alexander mikla.

Platon dó í Aþenu árið 348. Á papýrusnum sem vísindamenn hafa nú lesið úr með tólum sínum kemur fram að þegar hann fann dauðann nálgast hafi hann fengið þrælastúlku frá Þrakíu (nú Búlgaríu) að spila fyrir sig á flautu.

Heimspekingurinn knái var enn svo hress að hann hafði þrek til að gagnrýna stúlkukindina fyrir skort á takti við flautuleikinn. Ekki segir af viðbrögðum hennar.

En hann dó.

Platon

Á sama papýrus kemur raunar fram að Platon sjálfur var seldur í þrældóm af Spartverjum á eyjunni Eginu. Vitað var áður að Platon hefði þurft að þola þrældóm um tíma en talið var að það hefði gerst á Sikiley þangað sem hann fór um tíma. 

Hvort tveggja gefur okkur nýja mynd af lífi og dauða Platons en mikilvægast er þó af öllu að þetta sýnir á hverju kunni að vera von þegar rannsóknirnar á papýrusnum í Herculanum halda áfram.

Graziano Ranocchia prófessor við háskólann í Pisa hefur yfirumsjón með öllu saman. Hann segir fólki að bíða rólegu. Það séu enn nokkur ár þangað til verulega merkilegar fréttir berist.

En þær munu koma.

Alla leið aftan úr fornöld.

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Þórður Snær Júlíusson
2
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Kom­ið á óvart í stað þess að valda okk­ur von­brigð­um

Allt stefn­ir í að næsti for­seti lands­ins verði kos­inn með um fjórð­ungi at­kvæða. Það er svip­að hlut­fall og stærsti flokk­ur­inn í síð­ustu þing­kosn­ing­um fékk, ekki langt frá þeim fjölda sem treyst­ir Al­þingi og rík­is­stjórn­inni og mun fleiri en treysta nýj­asta for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­inn­ar. Ís­land er sundr­uð þjóð sem hef­ur glat­að trausti sínu á ráða­menn. Það er þeirra að vinna það aft­ur.
Með sigg í lófunum og sigg á sálinni
5
ViðtalForsetakosningar 2024

Með sigg í lóf­un­um og sigg á sál­inni

Vikt­or Trausta­son for­setafram­bjóð­andi veit bæði hvernig það er að borða ókeyp­is 1944-rétti í heila viku vegna pen­inga­skorts og lifa við fjár­hags­legt ör­yggi. Þrátt fyr­ir að vera með meist­ara­gráðu í hag­fræði hef­ur hann að mestu ver­ið í störf­um sem hafa lófa­sigg sem fylgi­fisk. Vikt­or – sem seg­ist hafa ver­ið bú­inn að senda út á ann­að þús­und at­vinnu­um­sókn­ir þeg­ar hann ákvað að fara í fram­boð – ætl­ar að vinna í fiski í sum­ar, sama hvort hann verð­ur for­seti Ís­lands eð­ur ei og gef­ur lít­ið fyr­ir skoð­anakann­an­ir sem spá hon­um inn­an við eitt pró­sent at­kvæða.
Tvær konur hnífjafnar í einum mest spennandi kosningum lýðveldissögunnar
7
GreiningForsetakosningar 2024

Tvær kon­ur hníf­jafn­ar í ein­um mest spenn­andi kosn­ing­um lýð­veld­is­sög­unn­ar

Loka­kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að það eru yf­ir­gnæf­andi lík­ur á því að ann­að hvort Halla Tóm­as­dótt­ir eða Katrín Jak­obs­dótt­ir verði næsti for­seti Ís­lands. Hálf millj­ón sýnd­ar­kosn­ing­ar sýna að vart er hægt að greina mun á lík­um þeirra á sigri. Leita verð­ur aft­ur til árs­ins 1980 til að finna jafn tví­sýn­ar kosn­ing­ar.
Ruglað saman við Höllu T. og drakk frítt allt kvöldið
9
Allt af létta

Rugl­að sam­an við Höllu T. og drakk frítt allt kvöld­ið

Anna Þóra Björns­dótt­ir vissi ekki hvað­an á sig stæði veðr­ið þeg­ar fólk fór að vinda sér upp að henni fyrr í maí og tjá henni að það ætl­aði að kjósa hana til for­seta Ís­lands. Svo átt­aði hún sig á því hvað væri í gangi, kjós­end­urn­ir héldu að þeir væru að tala við Höllu Tóm­as­dótt­ur for­setafram­bjóð­anda, ekki Önnu Þóru, eig­anda Sjáðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
4
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
„Þetta er brot sem ég hef á minni ferilskrá, ég get ekkert gert í því“
10
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

„Þetta er brot sem ég hef á minni fer­il­skrá, ég get ekk­ert gert í því“

Bald­ur Sig­urð­ar­son hef­ur bú­ið á þrem­ur áfanga­heim­il­um Betra lífs. Hann seg­ir það hafa ver­ið „ósann­gjarnt“ þeg­ar hann var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot. Bald­ur ját­ar fús­lega að selja ávana­bind­andi lyf, seg­ist gera það til að geta séð fyr­ir börn­un­um sín­um. Hann þver­tek­ur hins veg­ar fyr­ir að hafa mis­not­að sér neyð kvenna sem eru langt leidd­ir fíkl­ar, og slík­ar ásak­an­ir séu „kjaftæði“.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
3
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu